Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

55. fundur 10. september 2015 kl. 10:30 - 11:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Ingunn Bylgja Einarsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Þórarinn Páll Andrésson nefndarmaður
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán S. Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Landsþing jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2015.

Málsnúmer 201507020

Farið yfir drög að dagskrá landsfundar jafnréttisnefnda sem borist hafa frá Jafnréttisstofu.
Jafnréttisnefnd samþykkir dagskrárdrögin fyrir sitt leyti og felur starfsmanni að koma þeim skilaboðum á framfæri við Jafnréttisstofu.
Einnig ræddar hugmyndir að dagskrá í móttöku á fimmtudagskvöldið og starfsmanni falið að kanna frekar með dagskráratriði.

Skoðuð tilboð sem aflað var í gistingu og fundaraðstöðu fyrir fundinn, en gera þarf ráð fyrir því að allt að 50 manns mæti í ráðstefnusal.

Jafnréttisnefnd leggur til að samið verði við Hótel Valaskjálf, enda er tilboð þeirra hagstæðast. Lagt til að tekið verði tilboð nr. 1 á matseðli.

Jafnréttisnefnd skorar á kjörna bæjarfulltrúa og aðra sem að jafnréttismálum vinna í sveitarfélaginu að mæta á fyrirlestra sem verða á landsfundinum, en gert er ráð fyrir að hann hefjist kl. 9:00 föstudaginn 9. október.

2.Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006

Fram kom að Ingunn Bylgja formaður hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í nefndinni, frá því 25. sept. 2015 til 1. feb. 2016.
Ekki liggja fyrir nein sérstök mál á þessari stundu til umfjöllunar hjá jafnréttisnefnd, en nefndin verður kölluð saman ef þörf krefur.

Fundi slitið - kl. 11:30.