Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 54. fundur - 07.01.2015

Á fundi með fulltrúum Jafnréttisstofu sem haldin var á Hótel Héraði í haust kom fram að nú á vorönn er hægt að fá fulltrúa stofunnar til að fara í grunnskóa sveitarfélagsins til að ræða og kynna jafnréttismál meðal barna og unglinga. Einnig kom fram að fulltrúar stofunnar eru tilbúnar að funda með starfsmönnum skólastofnanna um jafnréttismál, ef áhugi er á. Slíkar heimsóknir yrðu sveitarfélaginu að kostnaðarlausu á þessu tímabili, þar sem Jafnréttisstofa hefur yfir að ráða fjármagni þá til kynningarstarfsemi.
Jafnréttisnefnd hvetur skólastjóra og fræðsluyfirvöld til að nýta sér þetta boð Jafnréttisstofu.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 10.09.2015

Fram kom að Ingunn Bylgja formaður hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í nefndinni, frá því 25. sept. 2015 til 1. feb. 2016.
Ekki liggja fyrir nein sérstök mál á þessari stundu til umfjöllunar hjá jafnréttisnefnd, en nefndin verður kölluð saman ef þörf krefur.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 56. fundur - 04.11.2015

Varðandi áætlað fjármagn til jafnréttisnefndar í drögum að fjárhagsáætlun 2016, telur nefndin það enganvegin nægja til að standa undir starfi nefndarinnar og því hlutverki sem henni er ætlað að sinna. Má þar benda á að ekkert fjármagn er ætlað til fræðslumála, eða til að vinna að þeim aðgerðum sem jafnréttisáætlun kveður á um. Einnig telur nefndin nauðsynlegt að fulltrúar frá sveitarfélginu geti tekið þátt í landsfundi jafnréttisnefnda á hverju ári. Nefndin hvetur bæjarstjórn því til að endurskoða það fjármagn sem nefndinni verður úthlutað á árinu 2016 og telur að tvöfalda þurfi þá upphæð frá því sem nú er.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 18.11.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa athugasemdum nefndarinnar um fjárhagsáætlun hennar fyrir árið 2016, til undirbúningsvinnu við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, fyrir síðari umræðu hennar 2. des.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 11.04.2016

Stefnt er að því að halda næsta fund í byrjun júní, þegar jafnréttisáætlun hefur hlotið staðfestingu. Áætlað er að halda næsta fund mánudaginn 6. júní.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 59. fundur - 03.10.2016

Farið yfir fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2017 og tillaga samþykkt.
Reiknað með að halda einn fund í nefndinni fyrir lok ársins, til að fara betur yfir framkvæmd jafnréttisáætlunar.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 60. fundur - 12.12.2016

Stefnt að því að halda næsta fund jafnréttisnefndar seinnihluta febrúar á næsta ári.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 61. fundur - 10.04.2017

Samþykkt að stefna að næsta fundi í vikunni 11. til 15. september.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 62. fundur - 10.10.2017

Stefnt er að fundi seinni hluta nóvember og að þá verði farið betur yfir framkvæmdaáætlun nefndarinnar.

Farið yfir fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2018. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi áætlun sem er samtals upp á 780.000 kr.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 63. fundur - 10.04.2018

Jafnréttisnefnd áréttar nauðsyn þess að hjá sveitarfélaginu verði áfram starfandi sérstök jafnréttisnefnd, en hlutverk nefndarinnar verði ekki falið öðrum nefndum. Jafnframt telur nefndin mjög æskilegt að í jafnréttisnefnd sitji kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn, til að halda góðum tengslum milli nefndarinnar og bæjarstjórnar.

Jafnréttisnefnd hvetur þá fulltrúa sem kjörnir verða í jafnréttisnefnd eftir næstu sveitarstjórnarkosningar til að sækja Landsfund jafnréttisnefnda, sem fyrirhugað er að halda í Mosfellsbæ í september næstkomandi.
Fundurinn er sérstaklega hugsaður sem kynningarfundur fyrir nýjar jafnréttisnefndir. Þar sem endurskoða á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins á árinu 2019, er nauðsynlegt fyrir nefndarmenn að sækja fundinn til að vera vel undirbúinn fyrir þá vinnu.