Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs

56. fundur 04. nóvember 2015 kl. 13:00 - 15:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Kristín María Björnsdóttir formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán S. Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Jafnréttisáætlun 2015

Málsnúmer 201510106

Farið yfir gildandi jafnréttisáætlun og henni lítilega breytt til samræmis við núverandi fyrirkomulag jafnréttismála. Að þeirri yfirferð lokinni samþykkti jafnréttisnefnd jafnréttisáætlunina og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Varðandi aðgerðaráætlun tengda jafnréttisáætlun, var samþykkt að formaður og starfsmaður vinni form fyrir áætlunina, en síðan sendi nefndarmenn það sín á milli í tövupósti og vinni þannig fyrstu drög, sem síðan verða tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Jafnréttisnefnd hefur frest til 1. febrúar að vinna aðgerðaáætlun og stefnir að því að ljúka því verkefni fyrir þann tíma.

2.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2015

Málsnúmer 201508067

Farið yfir landsfund jafnréttisnefnda sem haldinn var á Egilsstöðum í október sl. Samantekt yfir ályktanir fundarins og niðurstöður bárust nýlega frá Jafnréttisstofu og voru þær lagðar fram á fundinum.
Jafnréttisnefnd fagnar því að landsfundurinn var haldinn í sveitarfélginu að þessu sinni.

3.Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006

Varðandi áætlað fjármagn til jafnréttisnefndar í drögum að fjárhagsáætlun 2016, telur nefndin það enganvegin nægja til að standa undir starfi nefndarinnar og því hlutverki sem henni er ætlað að sinna. Má þar benda á að ekkert fjármagn er ætlað til fræðslumála, eða til að vinna að þeim aðgerðum sem jafnréttisáætlun kveður á um. Einnig telur nefndin nauðsynlegt að fulltrúar frá sveitarfélginu geti tekið þátt í landsfundi jafnréttisnefnda á hverju ári. Nefndin hvetur bæjarstjórn því til að endurskoða það fjármagn sem nefndinni verður úthlutað á árinu 2016 og telur að tvöfalda þurfi þá upphæð frá því sem nú er.

Fundi slitið - kl. 15:15.