Jafnréttisáætlun 2015

Málsnúmer 201510106

Vakta málsnúmer

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 56. fundur - 04.11.2015

Farið yfir gildandi jafnréttisáætlun og henni lítilega breytt til samræmis við núverandi fyrirkomulag jafnréttismála. Að þeirri yfirferð lokinni samþykkti jafnréttisnefnd jafnréttisáætlunina og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Varðandi aðgerðaráætlun tengda jafnréttisáætlun, var samþykkt að formaður og starfsmaður vinni form fyrir áætlunina, en síðan sendi nefndarmenn það sín á milli í tövupósti og vinni þannig fyrstu drög, sem síðan verða tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Jafnréttisnefnd hefur frest til 1. febrúar að vinna aðgerðaáætlun og stefnir að því að ljúka því verkefni fyrir þann tíma.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 18.11.2015

Á fundi jafnréttisnefndar var farið yfir gildandi jafnréttisáætlun og henni lítillega breytt til samræmis við núverandi fyrirkomulag jafnréttismála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu jafnréttisnefndar samþykkir bæjarstjórn jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs sem gildir til ársins 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 11.04.2016

Farið yfir þær athugasemdir sem bárust frá Jafnréttisstofu, varðandi gildandi jafréttisáætlun Fljótsdalshéraðs.
Einnig var unnin framkvæmdaáætlun sem er hluti af jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
Að þeirri yfirferð lokinni samþykkti jafnréttisnefnd áætlanirnar, með fyrirvara um endanlegt samþykki lögfræðings Jafnréttisstofu.
Að því samþykki fengnu, verður áætlunin send bæjarráði og bæjarstjórn til staðfestingar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 340. fundur - 02.05.2016

Lögð fram jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árin 2015 - 2019, en henni hefur lítillega verið breytt frá því hún var samþykkt 04.11. 2015 og hefur jafnréttisnefnd samþykkt þær viðbætur sem gerðar hafa verið. Einnig hefur Jafnréttisstofa lesið yfir jafnréttisáætlunina og framkvæmdaáætlunina án athugasemda.
Bæjarráð samþykkir jafnréttisáætlunina eins og hún liggur nú fyrir og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Jafnframt samþykkir bæjarráð framlagða framkvæmdaáætlun jafnréttisnefndar og vísar henni einnig til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Lögð fram jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árin 2015 - 2019, en henni hefur lítillega verið breytt frá því hún var samþykkt 04.11. 2015 og hefur jafnréttisnefnd samþykkt þær viðbætur sem gerðar hafa verið. Einnig hefur Jafnréttisstofa lesið yfir jafnréttisáætlunina og framkvæmdaáætlunina án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn jafnréttisáætlunina eins og hún liggur nú fyrir.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn framlagða framkvæmdaáætlun jafnréttisnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.