Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

340. fundur 02. maí 2016 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fundargerð 206.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201604180

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Ársfundur Austurbrúar ses. 2016

Málsnúmer 201604105

Lagt fram fundarboð ársfundar Austurbrúar sem haldinn verður á Hótel Framtíð á Djúpavogi 11. maí kl. 15:00.
Samþykkt að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum og að Sigrún Blöndal verði hans varamaður.

4.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf. 2016

Málsnúmer 201604177

Lagt fram fundarboð aðalfundar Vísindagarðsins ehf, sem haldinn verður þriðjudaginn 17. maí kl. 10:00, að Lyngási 12 Egilsstöðum.
Bæjarráð samþykkir að veita Birni Ingimarssyni umboð og atkvæði á aðalfundinum og að Stefán Bragason verði hans varamaður.

5.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127

Lögð fram drög að samningi milli Rafeyjar ehf og Fljótsdalshéraðs, varðandi uppsetningu örbylgjukerfis til að bæta tímabundið netsamband í dreifbýli Fljótsdalshéraðs. Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með lítillegum breytingum og gefur bæjarstjóra umboð til að undirrita hann.
Bæjarráð fagnar þeim árangri sem þessi framkvæmd er að skila fyrir dreifbýli Fljótsdalshéraðs.

Einnig lagðir fram samningar við Fjarskiptasjóð annars vegar og Orkufjarskipti hins vegar vegna lagningu ljósleiðara milli Brúaráss og Lagarfossvirkjunar.

6.Forsetakosningar 25. júní 2016

Málsnúmer 201604129

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. apríl 2016 varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu og tölvupóstur frá Þjóðskrá varðandi kjörstaði og kjördeildir.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjastjóra og skrifstofustjóra í samráði við sýslumann að útfæra framkvæmd á utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem sveitarfélagið mun annast, í samræmi við viljayfirlýsingu Sambands ísl. sveitarfélaga og sýslumanna.

7.Frumvarp til laga um útlendinga

Málsnúmer 201604146

Bæjarráð mun ekki veita umsögn um málið.

8.Tillaga til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna

Málsnúmer 201604147

Bæjarráð mun ekki veita umsögn um málið.

9.Flugfélag Austurlands

Málsnúmer 201604163

Bæjarráð lítur þetta frumkvæði jákvæðum augum og telur að í því geti falist tækifæri. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.

10.Húsnæði barna- og leikskóla á Eiðum

Málsnúmer 201601181

Lögð fram drög að kaupsamningi milli Eiða ehf og Fljótsdalshéraðs, vegna kaupa Eiða ehf á húsnæði barna- og leikskólans á Eiðum. Einnig fylgir afnotasamningur um gamla íþróttasvæði UÍA á Eiðum milli sömu aðila.

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita samningana fh. Fljótsdalshéraðs.

Einnig lögð fram drög að yfirlýsingu vegna loka rekstrar fjarvarmaveitu á Eiðum. Bæjarstjóra falið að ganga til viðræðna við notendur veitunnar á þeim forsendum sem fram koma í henni.

11.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Til kynningar.

12.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti fyrstu tillögur sínar að rammaáætlun fyrir árið 2017.
Að lokinni yfirferð yfir tillögurnar, var bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að leggja lokahönd á þær og leggja fram á næsta fundi bæjarráðs.

13.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 57

Málsnúmer 1604007

Fundargerðin lögð fram.

13.1.Jafnréttisáætlun 2015

Málsnúmer 201510106

Lögð fram jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árin 2015 - 2019, en henni hefur lítillega verið breytt frá því hún var samþykkt 04.11. 2015 og hefur jafnréttisnefnd samþykkt þær viðbætur sem gerðar hafa verið. Einnig hefur Jafnréttisstofa lesið yfir jafnréttisáætlunina og framkvæmdaáætlunina án athugasemda.
Bæjarráð samþykkir jafnréttisáætlunina eins og hún liggur nú fyrir og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Jafnframt samþykkir bæjarráð framlagða framkvæmdaáætlun jafnréttisnefndar og vísar henni einnig til bæjarstjórnar til staðfestingar.

13.2.Starfið framundan.

Málsnúmer 201501006

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.