Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 338. fundur - 18.04.2016

Guðlaugur kynnti ýmis vinnugögn sín vegna undirbúningsvinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2017 og svo þriggja ára áætlunar 2018 - 2020.
Hann mun áfram vinna að gerð rammaáætlunar og leggja hana fyrir bæjarráð, áður en rammanum verður vísað út til stofnanna og nefnda til vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 340. fundur - 02.05.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti fyrstu tillögur sínar að rammaáætlun fyrir árið 2017.
Að lokinni yfirferð yfir tillögurnar, var bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að leggja lokahönd á þær og leggja fram á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 341. fundur - 09.05.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir drög að fjárhagsramma ársins 2017, en hann, ásamt bæjarstjóra, hafa endurskoðað fyrstu drög sem kynnt voru í bæjarráði.
Farið yfir rammann og helstu forsendur hans og að því búnu samþykkt að senda þessi drög að ramma til nefnda sveitarfélagsins til úrvinnslu. Bæjarráð óskar eftir því að afgreiðsla nefnda liggi fyrir í byrjun júní.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 342. fundur - 23.05.2016

Farið yfir rammaáætlun málaflokks 21, en þar telur skrifstofustjóri að vanti uppá um 2 milljónir króna miðað við útgefinn ramma. Þar er stærsti þátturinn vinabæjamót, sem haldið verður á Egilsstöðum á næsta ári. Lagt fram til kynningar og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Atvinnu- og menningarnefnd - 36. fundur - 23.05.2016

Fyrir liggja drög að ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 sem samþykktur var í bæjarráði 9. maí 2016.

Málið í vinnslu og verður tekið fyrir á næsta fundi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 48. fundur - 24.05.2016

Fjárhagsáætlun 2017.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að það er brýn þörf á auknu fjármagni til viðhalds gatna og inn í eignarsjóð til viðhalds og reksturs. Að því sögðu samþykkir nefndin þann fjárhagsramma fyrir árið 2017 sem liggur fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Félagsmálanefnd - 144. fundur - 25.05.2016

Rammaáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 er tekin til umfjöllunar. Þar kemur fram að hækkun á framreiknuðum rekstrarkostnaði félagsþjónustunnar á milli áranna 2016 og 2017 nemur 8,86 %. Í tillögu bæjarráðs er hins vegar gert ráð fyrir að hækkun á milli ára nemi einungis 5,46%, eða fimmtán milljónum undir framreiknuðum kostnaði. Félagsmálanefnd telur að ofangreind skerðing sé óraunhæf í ljósi 10.76 % launahækkana hjá starfsfólki Félagsþjónustunnar.
Nefndin vil einnig ítreka nauðsyn þess að ferðaþjónustubíll sveitarfélagsins verði endurnýjaður í samráði við félagsmálastjóra. Sá bíll sem nú er í notkun er afar óhentugur til þeirra nota sem hann er ætlaður þó sérstaklega hvað varðar aðgengi að hjólastólum inn i bílinn. Rétt er að benda á samantekt félagsmálastjóra þessa efnis sem lögð var fyrir nefndina í nóvember 2014.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 21. fundur - 25.05.2016

Fyrir liggja drög að ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 sem samþykktur var í bæjarráði 9. maí 2016.

Í vinnslu og tekið fyrir á næsta fundi. Óskað er eftir að forstöðumenn sem undir nefndina heyra mæti á fundinn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir sjónarmið umhverfis- og framkvæmdanefndar sem bendir á að það er brýn þörf á auknu fjármagni til viðhalds gatna og inn í eignarsjóð til viðhalds og reksturs.
Að öðru leyti er staðfestur sá fjárhagsrammi fyrir árið 2017, sem liggur fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Ábendingu félagsmálanefndar vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2017.
Að öðru leyti í vinnslu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Lagt fram til kynningar og vísað til gerðar fjárhagáætlunar 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd - 37. fundur - 06.06.2016

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd vísar drögum að fjárhagsætlun 2017 nefndinnar til bæjarráðs. Nefndin bendir á að lítið fé er lagt í atvinnumálasjóð, annað árið í röð, og leggur til að honum verði markaður fastur tekjustofn þannig að efla megi sjóðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 22. fundur - 08.06.2016

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar.

Á fundinn undir þessum lið mættu forstöðumenn félagsmiðstöðva og íþróttamiðstöðvar.

Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögum að fjárhagsætlun 2017 til bæjarráðs. Nefndin vekur athygli á því að áætlun nefndarinnar er umfram ramma sem gefinn var út í vor sem helgast fyrst og fremst af kjarasamningsbundnum launahækkunum. Nefndin gerir ráð fyrir að fá áætlunina aftur til umfjöllunar í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 345. fundur - 13.06.2016

Fjármálastjóri kynnti viðbrögð nefndanna við útsendum ramma vegna fjárhagsáætlunar 2017 og þær tillögur sem komu frá þeim.

Bæjarráð leggur til að fjárhagsramminn verði áfram í vinnslu og að bæjarstjórn feli bæjarráði að afgreiða rammann á næstu fundum, með hliðsjón framkominna athugasemda og mögulegra breytinga á forsendum.

Fram kom að bæjarstjóri og fjármálastjóri stefna að því að fara inn á næstu fundi nefndanna eftir að ramminn liggur fyrir og kynna hann.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Borist hafa viðbrögð nefnda sveitarfélagsins við útsendum ramma vegna fjárhagsáætlunar 2017 og ýmsar tillögur sem komu frá þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fjárhagsramminn verði áfram í vinnslu og felur bæjarráði að afgreiða rammann á næstu fundum, með hliðsjón af framkomnum athugasemdum og mögulegum breytingum á forsendum.
Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir því að bæjarstjóri og fjármálastjóri fari inn á næstu fundi nefndanna eftir að ramminn liggur fyrir og kynni hann.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa drögum atvinnu- og menningarnefndar að fjárhagsætlun 2017 til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og einnig ábendingu nefndarinnar um að lítið fé er lagt í atvinnumálasjóð skv. drögum að fjárhagsáætlun, annað árið í röð, auk tillögu hennar um að sjóðnum verði markaður fastur tekjustofn þannig að hann megi eflast.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 346. fundur - 20.06.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir rekstur síðustu ára á hinum ýmsu stofnunum og málaflokkum og bar saman tölur á sama verðlagi.
Þessi nálgun skoðuð í samhengi við útgefinn ramma fyrir fjárhagsáætlun 2017.
Málið áfram í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 348. fundur - 04.07.2016

Farið yfir rammann sem verið hefur í vinnslu og fyrstu tillögur að áætlun sem borist hafa frá nefndum sveitarfélagsins. Að því búnu samþykkti bæjarráð tillögu bæjarstjóra og fjármálastjóra um endanlegan ramma fyrir málaflokkana fyrir árið 2017.

Atvinnu- og menningarnefnd - 38. fundur - 22.08.2016

Fyrir liggja áætlanir forstöðumanna vegna ársins 2017 og drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar. Jafnframt tillögur um viðhaldsverkefni og framkvæmdir. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 23. fundur - 24.08.2016

Fyrir liggja áætlanir forstöðumanna vegna ársins 2017 og drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar. Jafnframt tillögur um viðhaldsverkefni og framkvæmdir.

Starfsmanni falið að vinna í áætluninni í samræmi við niðurstöður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 39. fundur - 12.09.2016

Fyrir liggja áætlanir forstöðumanna stofnana sem undir nefndina heyra og drög að áætlun atvinnu- og menningarnefndar.
Á fundinn komu undir þessum lið eftirfarandi forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra, Unnar Geir Unnarsson frá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Bára Stefánsdóttir frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga.

Málið tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar og þá gert ráð fyrir að fleiri forstöðumenn mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Félagsmálanefnd - 147. fundur - 21.09.2016

Drög að fjárhagsáætlun ársins 2017 lögð fram til umræðu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 40. fundur - 26.09.2016

Fyrir liggja áætlanir forstöðumanna vegna ársins 2017 og drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar. Jafnframt tillögur um viðhaldsverkefni og framkvæmdir.
Á fundinn undir þessum lið mættu Elsa Guðný Björvinsdóttir forstöðumaður Minjasafns Austurlands og Jóhanna Hafliða forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir atvinnumál að upphæð kr. 50.8 milljónir. Nefndin leggur til að á árinu 2017 verði unnin innviðagreining fyrir sveitarfélagið sem nýtt yrði til að kynna sveitarfélagið sem ákjósanlegan kost til fjárfestinga. Jafnframt leggur nefndin til að leitað verði til Hitaveitu Egilsstaða og Fella um þátttöku í kostnaði við gerð innviðagreiningarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir menningarmál kr. 113.9 milljónir, sem er 2 milljónir umfram ramma og er það vegna hátíðarhalda í tilefni af því að 70 ár eru frá því Egilsstaðakauptún var stofnað með lögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 357. fundur - 03.10.2016

Fjármálastjóri kynnti drög að samantekt sinni að fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017. Nefndir eru nú að leggja lokahönd á sínar tillögur og hafa sumar þegar skilað þeim inn til fjármálastjóra.

Einnig farið yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 21, Sameiginlegan kostnað.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 05.10.2016

Afgreiðslu atvinnu- og menningarnefndar vísað til vinnslu fjárhagsáætlunar 2017.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 24. fundur - 06.10.2016

Fyrir liggja áætlanir forstöðumanna vegna ársins 2017 og drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar. Jafnframt tillögur um viðhaldsverkefni og framkvæmdir. Á fundinn undir þessum lið mættu Karen Erla Erlingsdóttir, Hreinn Halldórsson og Árni Pálssson, forstöðumenn stofnana sem undir nefndina heyra og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun fyrir 2017 að upphæð kr. 288.496.000.

Í áætluninni er gert ráð fyrir kostnaði vegna unglingalandsmóts á næsta ári og tekjum að hluta á móti sem styrk frá ríkinu.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar hækki um 3% frá 1. janúar 2017.

Nefndin vísar fyrirliggjandi viðhalds- og fjárfestingaáætlun fyrir stofnanir sem undir nefndina heyra til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 358. fundur - 10.10.2016

Fjármálastjóri kynnti tillögur nefnda um fjárhagsáætlanir næsta árs og bar saman við rammaáætlunina.

Áætlunin er áfram í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 359. fundur - 17.10.2016

Farið yfir nýjustu tölur frá nefndum sveitarfélagsins og hvernig heildaráætlun kemur út miðað við það.
Fjárhagsáætlun áfram í vinnslu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 19.10.2016

Fjárhagaáætlun íþrótta- og tómstundanefndar vísað til endanlegrar gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar hækki um 3% frá 1. janúar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 19.10.2016

Fjárhagsáætlunin er áfram í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 360. fundur - 24.10.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir drög að fjárhalsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020, eins og þau líta nú út, eftir að allar nefndir hafa skilað inn sínum áætlunum.

Að lokinni yfirferð samþykkti bæjarráð að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 - 2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn 2. nóvember.

Vegna erindis um gjaldskrá leikskóla, sem vísað var til bæjarráðs af síðasta bæjarstjórnarfundi, leggur
bæjarráð til við bæjarstjórn að við endurskoðun gjaldskrár fyrir árið 2017 verði gert ráð fyrir því að systkinaafsláttur fyrir þriðja barn á leikskóla (leikskólagjald) verði 100%. Systkinaafsláttur verði að öðru leyti óbreyttur.

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að við endurskoðun gjaldskrár íþróttamiðstöðvar verði stakt gjald í sundlaug skoðað sérstaklega.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 02.11.2016

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti áætlunina og lagði hana fram. Aðrir sem til máls tóku um fjárhagsáætlunina voru í þessari röð: Sigrún Blöndal, Stefán Bogi Sveinsson, Anna Alexandersdóttir og Stefán Bogi Sveinsson,

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna erindis um gjaldskrá leikskóla, sem vísað var til bæjarráðs af síðasta bæjarstjórnarfundi, samþykkir bæjarstjórn að við endurskoðun gjaldskrár fyrir árið 2017 verði gert ráð fyrir því að systkinaafsláttur fyrir þriðja barn á leikskóla (leikskólagjald) verði 100%. Systkinaafsláttur verði að öðru leyti óbreyttur.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að við endurskoðun gjaldskrár íþróttamiðstöðvar verði stakt gjald í sundlaug skoðað sérstaklega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2017, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2018 til 2020, til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að boða til kynningarfundar um fjárhagsáætlunina þriðjudaginn 08. nóvember kl. 20.00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 02.11.2016

Afgreitt undi lið 1 í þessari fundargerð.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 361. fundur - 07.11.2016

Farið yfir áhrif af boðuðum hækkunum mótframlaga í A- deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar, lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga. Verulegar hækkanir munu verða um næstu áramót, nema náist að ljúka samkomulagi sem var til umfjöllunar nú á haustmánuðum en náðist þá ekki sátt um.

Fjármálastjóri kynnti útreikninga á hækkun lífeyrisgreiðsla fyrir næsta ár. Einnig sagði hann frá nýrri áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um greiðslur til Fljótsdalshéraðs á árinu 2017.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að við síðari umræðu, verði fjárhagsáætlun ársins 2017 breytt þannig að tekjukaflinn verði uppfærður miðað við nýja áætlun Jöfnunarsjóðs og á móti verði tekin inn til gjalda áhrifin af væntanlegum hækkunum mótframlags í áður nefnda lífeyrissjóði. Útgjöldin verði greind niður á málaflokka og fjárhagsáætlun þannig lögð fram til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Jafnframt samþykkt að leiðrétta verðlagsspá í fjárhagsáætlun næsta árs, til samræmis við nýlega útgefna þjóðhagsspá, sem gerir ráð fyrir 2,4% verðbólgu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 25. fundur - 09.11.2016

Á fundi bæjarstjórnar 2. nóvember 2016 var samþykkt að við endurskoðun gjaldskrár íþróttamiðstöðvar verði stakt gjald í sundlaug skoðað sérstaklega.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að stakt gjald í sund verði kr. 800 frá og með næstu áramótum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 362. fundur - 14.11.2016

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 - 2020, eins og hún lítur nú út eftir þær breytingar sem samþykktar voru á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir áætlunina og vísar henni þannig til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að eftirfarandi álagningarprósentur og viðmiðunartölur verði samþykktar fyrir árið 2017.

Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt, eða 14,52%
Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%

Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%

Afsláttur á fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir:

Hámark afsláttar verið: 68.400
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 2.647.000
Hámark 3.474.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 3.723.000
Hámark 4.717.000

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram og kynnti fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 - 2020. Aðrir sem til máls tóku um fjárhagsáætlunina voru í þessari röð: Gunnar Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Sigrún Blöndal.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2017 eru eftirfarandi: (Í þús. kr)

A-HLUTI

Tekjur:
Skatttekjur 2.101.483
Framlög Jöfnunarsjóðs 1.066.058
Aðrar tekjur 509.691
Samtals 3.677.182

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld 2.012.608
Annar rekstrarkostnaður 1.052.570.
Samtals 3.065.178

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 612.004

Framlegðarhlutfall 16,6%

Afskriftir 175.469
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -263.156

Rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð 173.379 (þús. kr.)


Úr sjóðstreymi A-hluta:
Veltufé frá rekstri 474.118
Fjárfestingarhreyfingar -120.000
Tekin ný langtímalán 0
Afborganir lána -354.904
Aðrar fjármögnunarhreyfingar -27.110

Handbært fé í árslok 10.010

Skuldaviðmið A hluta í árslok 2017 132%


SAMANTEKINN A- og B HLUTI (í þús. kr.)
(A-hluti auk B-hlutafyrirtækjanna sem eru: Brunavarnir á Héraði, Ársalir bs., Félagslegar íbúðir, Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Minjasafn Austurlands og Fasteignafélag Iðavalla ehf)

Tekjur:
Skatttekjur 2.077.413
Framlög Jöfnunarsjóðs 1.066.058
Aðrar tekjur 946.610
Samtals 4.090.082

Gjöld:
Laun og launatengd gjöld 2.068.108
Annar rekstrar kostnaður 1.108.183
Samtals 3.176.183

Niðurstaða án afskrifta og fjármagnsliða 893.791
Framlegðarhlutfall 21,9%

Afskriftir 293.457
Fjármunatekjur(fjármagnsgjöld) -378.897

Rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 221.437 (þús. kr)



Úr sjóðstreymi samantekins A- og B hluta:

Veltufé frá rekstri 677.846
Fjárfestingarhreyfingar -211.675
Afborganir lána -509.123
Lántökur 0
Handbært fé í árslok 60.092

Skuldaviðmið A og B hluta skv. reglugerð 168%



Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir hér við síðari umræðu meðfylgjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Jafnframt liggur fyrir til seinni umræðu 3ja ára áætlun 2018 til 2020 eru helstu lykilþættir þessir:


- Skuldaviðmið A hluta er áætlað 144% í árslok 2016 og 98% í árslok 2020.

- Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta er áætlað 185% í árslok 2016 og 130,8% í árslok 2020 og mun því aðlögunaráætlun sem samþykkt var árið 2012 ganga eftir og markmiðum hennar að fullu náð á árinu 2019

- Á tímabilinu 2017 til 2020 er gert ráð fyrir 80 millj. kr. lántökum í B hluta vegna veituframkvæmda.

- Á tímabilinu 2017 til 2020 lækka skuldir og skuldbindingar um 1.074 millj. kr.

- Á tímabilinu 2017 til 2020 nemur veltufé frá rekstri 3.172 millj. kr. og af þeim fjármunum verður 2.062 millj. kr. varið til afborgana af lánum.

- Jákvæð rekstarafkoma er öll árin 2017-2020


Eftirfarandi tillaga lögð fram;
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árin 2018 - 2020 sem koma fram í áætlun ársins 2017. Samkvæmt henni verður skuldaviðmið A og B hluta komið niður í 145,6% í árslok 2019 sem er í samræmi við þá aðlögunaráætlun um fjárhagsleg viðmið sem bæjarstjórn samþykkti árið 2012.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Afgreidd undir lið 1 í þessari fundargerð.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi álagningarhlutföl og viðmiðunartölur fyrir árið 2017, vegna útsvars, fasteignaskatts, lóðarleigu og afsláttar til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega vegna fasteignaskatts.

Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt, eða 14,52%

Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%

Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%

Afsláttur á fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir:

Hámark afsláttar verið: 68.400
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 2.647.000
Hámark 3.474.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 3.723.000
Hámark 4.717.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bókun um afgreiðslu fjárhagsáætlunar var að öðru leyti undir lið 1.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Á fundi bæjarstjórnar 2. nóvember 2016 var samþykkt að við endurskoðun gjaldskrár íþróttamiðstöðvar verði stakt gjald í sundlaug skoðað sérstaklega.

Páll Sigvaldason lagði fram þá breytingartillögu að stakt gjald í sund verði kr. 900 frá og með næstu áramótum.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.