Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

342. fundur 23. maí 2016 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar fjármálatengdar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrstu mánuði ársins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti fyrirspurn frá Halldóri Halldórssyni varðandi kjallarann að Lyngási 12. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að gera tilboð í húsnæðið í samræmi við umræður á fundinum.

2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Farið yfir rammaáætlun málaflokks 21, en þar telur skrifstofustjóri að vanti uppá um 2 milljónir króna miðað við útgefinn ramma. Þar er stærsti þátturinn vinabæjamót, sem haldið verður á Egilsstöðum á næsta ári. Lagt fram til kynningar og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

3.Fundargerð 207.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201605107

Rædd málefndi Skógarorku og kyndistöðvarinnar á Hallormsstað og rekstur hennar.

4.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf. 2016

Málsnúmer 201604177

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Vísindagarðsins, ásamt ársreikningi fyrir árið 2015.

5.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

Málsnúmer 201011096

Lögð fram til kynningar útskrift úr fundargerðarbók umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 20. apríl 2016.
Bæjarráð ítrekar fyrri athugasemdir sveitarfélagsins varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar.

6.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201605076

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 10. maí 2016 þar sem óskað er eftir tillögum eða málefnum sem taka ætti til umræðu og afgreiðslu í nefndum aðalfundar SSA 2016.

Bæjarráð óskar eftir því að nefndir sveitarfélagsins sendi bærarráði fyrir sumarleyfi hugmyndir að umfjöllunarefnum á aðalfundi SSA.

7.Beiðni um afslátt/styrk vegna fasteignagjalda

Málsnúmer 201605062

Lagt fram erindi frá Véltækni hf. með beiðni um afslátt eða styrk vegna fasteignagjalda af Lyngási 6-8.

Eins og starfseminni er háttað í umræddu húsnæði í dag getur bæjarráð ekki litið svo á að um sé að ræða safnahús í skilningi b liðar 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélga.
Bæjarráð telur jafnframt að ekki séu til staðar neinar aðrar forsendur eða heimildir til að veita afslátt af fasteignagjöldum viðkomandi eignar.

Kjósi eigandi að fá eign sína skilgreinda sem safnahús með þar til ætlaðri starfsemi, lýsir sveitarfélagið sig reiðubúið til viðræðna um þau skilyrði sem uppfylla þarf.

Bæjarráð biðst velvirðingar á því að vegna mistaka var þessu erindi ekki formlega svarað þegar það barst fyrst til sveitarfélagsins.

8.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 201504091

Lagt fram til kynningar.

9.Ylströnd við Urriðavatn

Málsnúmer 201605132

Lagt fram erindi frá forsvarsmönnum Ylstrandarinnar, þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að fjármögnun verkefnisins.

Bæjarráð óskar eftir því að fulltrúar Ylstrandarinnar mæti á næsta fund bæjarráðs, til að fara yfir stöðu málsins.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að taka saman upplýsingar um mögulega aðkomu sveitarfélagsins, eða stofnana þess.

Fundi slitið - kl. 11:30.