Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201605076

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 342. fundur - 23.05.2016

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dags. 10. maí 2016 þar sem óskað er eftir tillögum eða málefnum sem taka ætti til umræðu og afgreiðslu í nefndum aðalfundar SSA 2016.

Bæjarráð óskar eftir því að nefndir sveitarfélagsins sendi bærarráði fyrir sumarleyfi hugmyndir að umfjöllunarefnum á aðalfundi SSA.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 48. fundur - 24.05.2016

Lögð er fram til kynningar bókun bæjarráðs dags.23.05.2016, "Gott væri ef nefndir sveitarfélagsins eru með óskir, eða ábendingar um umfjöllunarefni á næsta aðalfundi SSA, að senda þær ábendingar inn til bæjarráðs sem tæki þær svo saman og kæmi þeim á framfæri við starfsmann SSA"


Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu erindis.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 343. fundur - 30.05.2016

Lögð fram drög að dagskrá aðalfundar SSA 7.- 8. október 2016.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Lagður fram tölvupóstur frá SSA, þar sem óskað er eftir tillögum eða málefnum sem taka ætti til umræðu og afgreiðslu í nefndum aðalfundar SSA 2016, sem boðaður hefur verið á Seyðisfirði 7. - 8. október.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn óskar eftir því að nefndir sveitarfélagsins sendi bæjarráði fyrir sumarleyfi hugmyndir að umfjöllunarefnum, ef þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Lögð fram til kynningar drög að dagskrá aðalfundar SSA 7.- 8. október 2016.

Atvinnu- og menningarnefnd - 37. fundur - 06.06.2016

Á fundi bæjarstjórnar 1. júní 2016 var óskað eftir að nefndir sveitarfélagsins sendi bæjarráði fyrir sumarleyfi hugmyndir að umfjöllunarefnum á aðalfundi SSA sem haldinn verður 7.-8. október á þessu ári.

Nefndin leggur til að til umræðu á aðalfundi SSA í haust verði eftirfarandi:
- Tekjur sveitarfélaga af ferðamönnum
- Frekari stuðningur ríkisins við menningarmiðstöðvar
- Efling nýsköpunar á Austurlandi
- Skattkerfið sem tæki til búsetueflingar
- Nýting og búseta á ríkisjörðum
- Læknaskortur í fjórðungnum
- Efling starfsemi ríkisstofnana á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 07.06.2016

Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur til að gera tillögur um málefni sem eiga erindi til umfjöllunar í nefndum á aðalfundi SSA næsta haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 22. fundur - 08.06.2016

Á fundi bæjarstjórnar 1. júní 2016 var óskað eftir að nefndir sveitarfélagsins sendi bæjarráði fyrir sumarleyfi hugmyndir að umfjöllunarefnum á aðalfundi SSA sem haldinn verður 7.-8. október á þessu ári.

Íþrótta og tómstundanefnd leggur til að til umræðu á aðalfundi SSA í haust verði eftirfarandi:
- Flugkostnaður vegna keppnisferða

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 49. fundur - 08.06.2016

Lögð er fram til kynningar bókun bæjarráðs að nýju dags.23.05.2016, "Gott væri ef nefndir sveitarfélagsins eru með óskir eða ábendingar um umfjöllunarefni á næsta aðalfundi SSA, að senda þær ábendingar inn til bæjarráðs sem tæki þær svo saman og kæmi þeim á framfæri við starfsmann SSA"

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til eftirtalin atriði sem hugmyndir að umfjöllunarefni.
-Tekjur sveitarfélaga af ferðamönnum.
-Styrkvegir, hlutfall milli landshluta og samstarf sveitarfélaga.
-Staða vegakerfisins í fjórðungnum.
-Gisting í heimahúsum.
-Endurnýjun á fjallskilasamþykkt Múlasýslna.
-Samstarf sveitarfélaga um refa- og minnkaeyðingu.
-Samstarf um úrgangsmál, t.d. lífrænn úrgangur.
-Uppbygging áningarstaða við þjóðvegi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar leggur bæjarstjórn m.a. til eftirfarandi umfjöllunarefni á aðalfundi SSA á komandi hausti.

- Tekjur sveitarfélaga af ferðamönnum
- Frekari stuðningur ríkisins við menningarmiðstöðvar
- Efling nýsköpunar á Austurlandi
- Skattkerfið sem tæki til búsetueflingar
- Nýting og búseta á ríkisjörðum
- Læknaskortur í fjórðungnum
- Efling starfsemi ríkisstofnana á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfisnefndar leggur bæjarstjórn til eftir farandi umfjöllunarefni á aðalfundi SSA á komandi hausti.

-Tekjur sveitarfélaga af ferðamönnum.
-Styrkvegir, hlutfall milli landshluta og samstarf sveitarfélaga.
-Staða vegakerfisins í fjórðungnum.
-Gisting í heimahúsum.
-Endurnýjun á fjallskilasamþykkt Múlasýslna.
-Samstarf sveitarfélaga um refa- og minkaeyðingu.
-Samstarf um úrgangsmál, t.d. lífrænn úrgangur.
-Uppbygging áningarstaða við þjóðvegi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar leggur bæjarstjórn til að til umræðu á aðalfundi SSA í haust verði eftirfarandi:

Flugkostnaður vegna keppnisferða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Félagsmálanefnd - 145. fundur - 29.06.2016

Lagt fram til kynningar. Formanni falið að fylgja eftir beiðni nefndarinnar frá því í fyrra um að rekstur málaflokks fatlaðs fólks verði tekin til umfjöllunar á aðalfundi SSA.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 355. fundur - 19.09.2016

Lagður fram endurskoðaður ársreikningur Sambandsins fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun fyrir árin 2016-2018.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 359. fundur - 17.10.2016

Fundargerð aðalfundarins lögð fram til kynningar ásamt yfirliti yfir árgjöld sveitarfélaga til SSA 2017.
Bæjarráð samþykkir að senda fagnefndum sveitarfélagsins samþykktir aðalfundarins til kynningar og umfjöllunar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 19.10.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að senda fagnefndum sveitarfélagsins samþykktir aðalfundarins til kynningar og umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.