Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

355. fundur 19. september 2016 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Að aflokinni dagskrá bæjarráðs verður farið til fundar með bæjarráði Fjarðabyggðar.

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir ýmis mál sem tengjast fjármálum sveitarfélagsins og atvinnumálum á svæðinu.

2.Fundargerð 842. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201609033

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201601231

Fundargerð 25. fundar Samtaka orkusveitarfélaga, frá 5. september 2016 lögð fram til kynningar.

4.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201605076

Lagður fram endurskoðaður ársreikningur Sambandsins fyrir árið 2015 og fjárhagsáætlun fyrir árin 2016-2018.

5.Alþingiskosningar 2016

Málsnúmer 201609048

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 13. september 2016 með upplýsingum um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna fyrirhugaðra alþingiskosninga haustið 2016.
Þar er þess farið á leit við þau sveitarfélög, sem buðu upp á aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir forsetakosningarnar sl. vor, að þau geri það líka fyrir komandi alþingiskosningar.

Bæjarráð telur að utankjörfundaratkvæðagreiðslan sem starfsmenn bókasafnsins sáu um sl. vor, hafi tekist vel og mælst vel fyrir. Bæjarráð óskar því eftir að sama fyrirkomulag verði haft við komandi alþingiskosningar.

6.Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 201608006

Lagt fram erindi frá Íbúðalánasjóði varðandi framkvæmd laga um almennar íbúðir og umsóknareyðublað um stofnframlag til leiguíbúða.

Farið yfir málið og ákveðið að skoða það betur eftir að hafa fengið frekari kynningu á því á fjármálaráðsefnu sveitarfélaga í þessari viku.

Fundi slitið - kl. 09:30.