Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 13. september 2016 með upplýsingum um utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna fyrirhugaðra alþingiskosninga haustið 2016. Þar er þess farið á leit við þau sveitarfélög, sem buðu upp á aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir forsetakosningarnar sl. vor, að þau geri það líka fyrir komandi alþingiskosningar.
Bæjarráð telur að utankjörfundaratkvæðagreiðslan sem starfsmenn bókasafnsins sáu um sl. vor, hafi tekist vel og mælst vel fyrir. Bæjarráð óskar því eftir að sama fyrirkomulag verði haft við komandi alþingiskosningar.