Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 325. fundur - 11.01.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir nokkra liði tengda fjármálum á yfirstandandi ári.

Guðlaugur kynnti endurreiknaða launaáætlun, sem gerð var í kjölfar nýrra kjarasamninga sem gerðir voru í lok síðasta árs. Bæjarráð samþykkir að vísa þeirri áætlun til viðkomandi nefnda til frekari yfirferðar.

Farið yfir íbúaþróun síðasta árs. Bæjarráð hvetur íbúa sveitarfélagsins til að skrá lögheimili sitt til samræmis við heimilisfesti og hvar viðkomandi þiggja sína þjónustur. Mikilvægt er að hafa í huga að þjónusta sveitarfélaga byggir að stórum hluta á þeim útsvarstekjum sem þau fá af skráðum íbúum.

Tekið fyrir trúnaðarmál og afgreiðsla þess færð í trúnaðarmálabók.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 326. fundur - 18.01.2016

Björn Ingimarsson greindi frá viðræðum sínum við fulltrúa frá Austurfrétt og N4, í framhaldi af fundi sem haldinn var með þeim í desember sl.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 20.01.2016

Á fundi bæjarráðs var farið yfir íbúaþróun síðasta árs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að skrá lögheimili sitt til samræmis við heimilisfesti og hvar viðkomandi einstaklingar eða fjölskyldur þiggja sína þjónustu. Mikilvægt er að hafa í huga að þjónusta sveitarfélaga byggir að stórum hluta á þeim útsvarstekjum sem þau fá af skráðum íbúum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 327. fundur - 25.01.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis fjármálatengd mál úr rekstri sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson kynnti og lagði fram tilboð stjórnar Búnaðarfélags Eiðaþinghár og stjórnar Kvenfélags Eiðaþinghár í húsnæði barna- og leikskólans á Eiðum, ásamt búnaði, upp á kr. 23 milljónir. Jafnframt er í tilboðinu óskað eftir afnotum af gamla íþróttavelli ÚÍA á Eiðum, gegn hirðingu hans. Fyrirhuguð er starfsemi tengd ferðaþjónustu í hluta húsanna og einnig er húsnæðið hugsað sem félagsaðstaða fyrir nærsamfélagið.
Tilboðið kemur í framhaldi af öðru tilboði sömu aðila sem barst sveitarfélaginu 11. janúar og var þá fært í trúnaðarmálabók.

Á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar frá 20.06.2012 um málefni félagsheimila, er bæjarstjóra falið
að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa um möguleg kaup á húsnæðinu og afnot af landspildu, en bæjarráð mun að öðru leyti ekki taka afstöðu til tilboðsins að svo komnu máli.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 328. fundur - 01.02.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur fjármálatengd mál sem varða rekstur sveitarfélagsins.
Fram kom að gjaldfærsla vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga ársins 2015 nemur kr. 37,6 milljónum.
Að auki var farið yfir aðalbók 2015 og ræddir einstakir liðir, sem óskað er frekari skýringa á. Bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um þá fyrir næsta fund bæjarráðs.

Rædd staða mála er varaðar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 329. fundur - 08.02.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir nokkra liði tengda fjármálum á yfirstandandi ári og væntanlegu uppgjöri ársins 2015.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir því að umhverfis- og skipulagsfulltrúi muni láta af störfum í lok maí og að stefnt sé að auglýsa starfið laust til umsóknar á næstunni, að höfðu samráði við umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Einnig fór hann yfir skýringar á frávikum frá fjárhagsáætlun, sem varð á rekstri kaflans um landbúnaðarmál á síðasta ári.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 330. fundur - 15.02.2016

Rædd áfrýjun máls HEF og Fljótsdalshéraðs gegn Lánasjóðnum og næstu skref varðandi það.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Á fundi bæjarráðs gerði bæjarstjóri grein fyrir því að umhverfis- og skipulagsfulltrúi muni láta af störfum í lok maí nk. Að höfðu samráði við umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur bæjarstjóri þegar auglýst starfið laust til umsóknar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 331. fundur - 22.02.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri og ársuppgjöri sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 332. fundur - 07.03.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Kynnt tillaga að uppgjöri á eldri kröfu og bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að ganga frá greiðslu í samræmi við framlögð gögn.

Rætt um innanlandsflug, verð og ferðatíðni. Skrifstofustjóra falið að skoða frekar afslátt af flugi sem bókuð eru með flugkortum sveitarfélagsins.

Kynnt drög að starfsáætlun bæjarráðs. Bæjarráð mælist til þess að á næstu fundum bæjarstjórnar kynni nefndir starfsáætlanir sínar fyrir bæjarstjórn. Bæjarstjóra falið að skipuleggja þær kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 333. fundur - 14.03.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál tengd rekstri sveitarfélagsins.

Fyrir liggur erindi frá SSA um að Fljótsdalshérað komi að því að bjóði upp á léttar veitingar á opnum íbúafundi um sóknaráætlun, sem haldinn verður í Valaskjálf 15. mars nk.
Bæjarráð samþykkir að leggja 200.000 kr. í verkefnið og það verði tekið af lið 2150.


Lögð fram til kynningar skýrsla PWC um markaðslaun á Íslandi árið 2015.

Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarmálabók.

Lagt fram til kynningar minnisblað um stöðu samningaviðræðna um daggjöld hjúkrunarheimila við sjúkratryggingar Íslands.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 334. fundur - 21.03.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri og ársuppgjöri sveitarfélagsins.

Einnig var farið yfir nokkur fjármálatengd mál.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum verkalýðsfélaga á svæðinu varðandi stöðu og þróun húsnæðismála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 335. fundur - 04.04.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis fjármálatengd mál.

Varðandi framlagningu ársreiknings Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015, verður boðað til bæjarráðsfundar nk. miðvikudag kl. 13:00, þar sem endurskoðendur kynna bæjarfulltrúum helstu niðurstöður. Ársreikningurinn verður svo tekinn til fyrri umræðu í bæjastjórn á fundi hennar kl. 17.00 sama dag. Jafnframt verður reikningurinn birtur í Kauphöllinni, eins og reglur mæla fyrir um.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum verkalýðsfélaga á svæðinu varðandi stöðu og þróun húsnæðismála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 337. fundur - 11.04.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmis mál tengd rekstri sveitarfélagsins.

Rætt um reglur frá Austur-Héraði um farandsölu, sem samþykktar voru á sínum tíma. Bæjarráð samþykkir að vísa þeim til umhverfis- og framkvæmdanefndar og atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 338. fundur - 18.04.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór m.a. yfir staðgreiðsluskil ársins og bar saman við fjárhagsáætlun.

Fram kom að arðgreiðsla Fljótsdalshéraðs frá Lánasjóði sveitarfélaga árið 2016 var kr 8.300.010, fyrir fjármagnstekjuskatt, sem er heldur umfram fjárhagsáætlun ársins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 339. fundur - 25.04.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir fjármálatengda liði og kynnti fyrir bæjarráði.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 341. fundur - 09.05.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmiskonar talnaefni úr rekstri sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 342. fundur - 23.05.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmsar fjármálatengdar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrstu mánuði ársins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti fyrirspurn frá Halldóri Halldórssyni varðandi kjallarann að Lyngási 12. Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að gera tilboð í húsnæðið í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 343. fundur - 30.05.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál varðandi rekstur og fjárhag sveitarfélagsins. Meðal annars kynnti hann innheimtuniðurstöður síðasta árs frá Motus,en þar kemur fram að skil íbúa og greiðenda á Fljótsdalshéraði eru með því besta meðal sveitarfélaga sem eru í þjónustu hjá Motus.
Björn Ingimarsson kynnti erindi frá KPMG, varðandi hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa og birtingu þeirra upplýsinga, sem væri þá umfram núverandi skráningu. Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 344. fundur - 06.06.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmsar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrstu mánuði ársins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 345. fundur - 13.06.2016

Björn Ingimarsson kynnti fyrstu drög að áætlun um kostnað við unglingalandsmót sem haldið verður á Egilsstöðum á næsta ári.
Bæjarstóra falið að vinna málið áfram og senda styrkumsókn til ráðuneytisins vegna stuðnings þess við unglingalandsmót.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál sem tengjast rekstri og fjármálum ársins.

Lögð fram drög að kjörskrá vegna forsetakosninga og bæjarstjóra falið að undirrita hana og leggja fram samkv. reglum þar um.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Í bæjarráði kynnti bæjarstjóri fyrstu drög að áætlun um kostnað við unglingalandsmót sem haldið verður á Egilsstöðum á næsta ári.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram og senda styrkumsókn til ráðuneytisins vegna stuðnings þess við unglingalandsmót.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Kjörskrá fyrir forsetakosningarnar 25. júní.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 346. fundur - 20.06.2016

Björn Ingimarsson kynnti álit frá lögfræðingi Sambandsins, varðandi álagningu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði sem nýtt er til gistingar fyrir ferðamenn.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 347. fundur - 27.06.2016

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti ýmsar tölur úr rekstri sveitarfélagsins á árinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 348. fundur - 04.07.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti nokkrar tölur úr rekstri ársins og fór yfir þróunina það sem af er ári.

Rætt um úthlutun lóða við Klettasel og útfærslu á áður samþykktum afslætti lóða 2016 og greiðslum vegna lóðagjalda. Samþykkt að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að funda með lóðarhafa og gera tillögu að frágangi málsins í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

Lagðar fram viðmiðunarlaunatöflur sveitarstjórna, sem Samband sveitarfélaga hefur tekið saman. Samþykkt að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Kynnt á fundinum beiðni um að fá endurnýjaðan samning um leigu á beitarhólfi í landi Eiða, ofan þjóðvegar. Málið er í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 349. fundur - 11.07.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti ýmsar tölulegar upplýsingar úr rekstri ársins.

Farið yfir drög að samningi við VAPP ehf vegna úthlutunar lóða nr. 1 - 8 við Klettasel.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að ganga frá samkomulaginu, samkvæmt því fyrirkomulagi sem kynnt var á fundinum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 350. fundur - 08.08.2016

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir upplýsingar frá fjármálastjóra, varðandi rekstur sveitarfélagsins síðustu mánuði.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 351. fundur - 15.08.2016

Farið yfir samantekt frá Sambandi sveitarfélaga varðandi löggæslukostnað við bæjarhátíðir og viðburði vítt um land.
Bæjarráð telur eðlilegt að samræmis sé gætt varðandi löggæslukostnað um land allt í svona tilfellum, hvort sem það er á höfuðborgarsvæðinu eða á minni stöðum út um landsbyggðina.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 352. fundur - 29.08.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins á árinu.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir upplýsingar vegna nýgerðs kjarasamnings grunnskólakennara, sem nú er til kynningar hjá kennurum og sveitarstjórnum.
Bæjarstjóra falið að láta vinna gróft mat á þeim viðbótarkostnaði sem þessir samningar skapa fyrir sveitarfélagið.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 353. fundur - 05.09.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins á árinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 354. fundur - 12.09.2016

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkra liði úr rekstri sveitarfélagsins og kynnti fyrir fundarmönnum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 355. fundur - 19.09.2016

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir ýmis mál sem tengjast fjármálum sveitarfélagsins og atvinnumálum á svæðinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 356. fundur - 26.09.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti nokkrar tölur úr rekstri sveitarfélagsins og fór yfir ýmis mál því tengd.
Einnig farið yfir ýmis mál frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem haldin var í lok síðustu viku.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 357. fundur - 03.10.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur atriði úr rekstri sveitafélagsins á árinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 358. fundur - 10.10.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins síðustu mánuði.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti bréf frá Innanríkisráðuneytinu, varðandi gerð viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga. Bæjarráð telur að núverandi verklagið hjá Fljótsdalshéraði sé í samræmi við það sem þar er kynnt.

Einnig lagði hann fram bréf frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, þar sem kynnt er möguleg hækkun sveitarfélaga inn í sjóðinn frá næstu áramótum.

Lagðar fram tillögur að orðalagsbreytingum á reglum um hreyfi- og heilsueflingarstyrk fyrir starfsmenn sveitarfélagsins, sem samþykktar voru fyrr á árinu. Bæjarráð samþykkir þær orðalagsbreytingar eins og þær eru hér lagðar fram.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 359. fundur - 17.10.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur atriði úr rekstrinum.

Einnig farið yfir samkomulag um lífeyrismál,sem búið var að ná milli KÍ, BHM og BSRB og svo Fjármála- og efnahangsráðherra og Sambands sveitarfélaga hins vegar. Það samkomulag er hins vegar í uppnámi og því stefnir í verulegan útgjaldaauka á næsta ári fyrir sveitarfélögin, takist ekki að ljúka málinu.

Kynnt innkomin erindi vegna álagningar fasteignaskatts á húsnæði sem fengið hefur leyfi sýslumanns til útleigu gistingu fyrir ferðamenn. Málið er í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 360. fundur - 24.10.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir liði tengda fjármálum og rekstri sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti bréf frá Fjármálaráðuneytinu, þar sem sveitarfélaginu er bent á að beina erindi sínu varðandi reiðhöllina á Iðavöllum til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Bæjarstjóra falið að koma erindinu í réttar hendur, skv. umræddri ábendingu.

Bæjarstóri sagði frá fundi sínum með forsvarsmönnum Landsvirkjunar varðandi uppbyggingu Ormsstofu á Egilsstöðum og aðkomu fyrirtækisins að henni.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 361. fundur - 07.11.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál tengd rekstri sveitarfélagsins á yfirstandandi ári.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti einnig ýmis mál sem tengjast fjármálum og rekstri á vegum sveitarfélagsins.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggur til við bæjarstjórn að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 85 milljónir kr. til 18 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum og fjárhagsáætlun ársins 2016. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar á hluta fjárfestinga ársins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt verði Birni Ingimarssyni 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 362. fundur - 14.11.2016

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fóru yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins á árinu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs Fljótsdalshéraðs samþykkir bæjarstjórn að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 85 milljónir kr. til 18 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum og fjárhagsáætlun ársins 2016. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar á hluta fjárfestinga ársins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Ingimarssyni 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 363. fundur - 21.11.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði tengda fjármálum og rekstri ársins.

Bæjarráð fór yfir gjaldskrár fyrir útleigu á fasteignum í eigu Fljótsdalshéraðs og beinir því til húsráða og nefnda að uppfæra gjaldkrár til samræmis við hækkanir á þjónustu sveitarfélagsins sem er almennt 3%.

Bæjarstjóri ræddi félagið Sláturhúsið, menningarsetur og möguleika á því að færa niður hlutaféð og kröfur atvinnumálasjóðs á móti. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna áfram að málinu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 364. fundur - 28.11.2016

Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. nóv. sl. en þar eru lagðar til breytingar á viðmiðunarfjárhæðum í innkaupareglum Fljótsdalshéraðs. Þeim var síðast breytt í febrúar 2014.

Bæjarráð leggur til eftirfarandi breytingar.
Viðmiðunarfjárhæðir vegna útboða.
Kaup á vörum og þjónustu 15.500.000
Kaup á verklegum framkvæmdum 49.000.000

Viðmiðunarfjárhæðir vegna verðfyrirspurna.
Kaup á vörum og þjónustu frá 5.500.000 til 15.500.000.
Kaup á verklegum framkvæmdum frá 15.500.000.til 49.000.000.

Jafnframt að breytt verði starfsheiti fulltrúa umhverfissviðs í ráðinu í: umsjónarmaður eignasjóðs.

Skrifstofustjóra falið að leggja drög að breyttum reglum fyrir bæjarstjórn.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 365. fundur - 05.12.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkrar tölur úr rekstri sveitarfélagsins.

Einnig farið yfir áhrif þess kjarasamnings sem Samband sveitarfélaga og samninganefnd kennara undirrituðu í lok nóvember og bíður nú staðfestingar.
Jafnframt skoðað hvernig Fljótsdalshérað getur mætt þeim kostnaðarauka sem hann felur í sér.
Þó bæjarráð telji að æskilegra hefði verið að ganga frá kjarasamningi til lengri tíma, telur bæjarráð rétt að stjórn Sambands sveitarfélaga staðfesti samninginn, enda brýnt að eyða þeirri óvissu sem uppi er. Jafnframt telur bæjarráð mikilvægt að unnið verði af krafti í samræmi við þær bókanir sem að fylgja samningnum og vonast til að sú vinna geti orðið grundvöllur að langvarandi sátt.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 07.12.2016

Í bæjarráði var lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. nóv. sl. en þar eru lagðar til breytingar á viðmiðunarfjárhæðum í innkaupareglum Fljótsdalshéraðs. Þeim var síðast breytt í febrúar 2014.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar:

Viðmiðunarfjárhæðir vegna útboða verði.
Kaup á vörum og þjónustu 15.500.000
Kaup á verklegum framkvæmdum 49.000.000

Viðmiðunarfjárhæðir vegna verðfyrirspurna verði.
Kaup á vörum og þjónustu frá 5.500.000 til 15.500.000.
Kaup á verklegum framkvæmdum frá 15.500.000.til 49.000.000.

Jafnframt samþykkt að breytt verði starfsheiti fulltrúa umhverfissviðs í ráðinu í, umsjónarmaður eignasjóðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 07.12.2016

Á fundi bæjarráðs var farið yfir áhrif þess kjarasamnings sem Samband sveitarfélaga og samninganefnd kennara undirrituðu í lok nóvember og bíður nú staðfestingar.
Jafnframt var skoðað hvernig Fljótsdalshérað getur mætt þeim kostnaðarauka sem hann felur í sér.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að þó að æskilegra hefði verið að ganga frá kjarasamningi til lengri tíma, telur bæjarstjórn rétt að stjórn Sambands sveitarfélaga staðfesti samninginn, enda brýnt að eyða þeirri óvissu sem uppi er. Jafnframt telur bæjarstjórn mikilvægt að unnið verði af krafti í samræmi við þær bókanir sem að fylgja samningnum og vonast til að sú vinna geti orðið grundvöllur að langvarandi sátt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 366. fundur - 12.12.2016

Farið yfir úthlutun hreindýraarðs 2016, en nú liggur frammi á bæjarskrifstofunni tillaga að úthlutun hans og mun hún liggja frammi til 16. desember.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Bæjarstjóri fór yfir málefni fjarvarmaveitunnar á Eiðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram samkvæmt fyrri samþykktum en þó þannig að framkvæmdum verði lokið fyrir júnílok 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.