Fjármálastjóri kynnti drög að samantekt sinni að fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017. Nefndir eru nú að leggja lokahönd á sínar tillögur og hafa sumar þegar skilað þeim inn til fjármálastjóra.
Einnig farið yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 21, Sameiginlegan kostnað.
Lagður fram stofn til kjörskrár, fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta yfirfara kjörskrárstofninn og að því búnu undirrita hann og leggja fram kjörskrá, skv. lögum og reglum þar um. Kjörskrá skal leggja fram eigi síðar en 19. október.