Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

357. fundur 03. október 2016 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur atriði úr rekstri sveitafélagsins á árinu.

2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Fjármálastjóri kynnti drög að samantekt sinni að fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017. Nefndir eru nú að leggja lokahönd á sínar tillögur og hafa sumar þegar skilað þeim inn til fjármálastjóra.

Einnig farið yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 21, Sameiginlegan kostnað.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

3.EBÍ Ágóðahlutagreiðsla 2016

Málsnúmer 201609110

Lögð fram tilkynning frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um greiðslu ágóðahlutar 2016.

Fram kemur í bréfinu að hlutur Fljótsdalshéraðs á þessu ári er kr. 1.108.500.

4.Alþingiskosningar 2016

Málsnúmer 201609048

Lagður fram stofn til kjörskrár, fyrir alþingiskosningarnar 29. október 2016.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta yfirfara kjörskrárstofninn og að því búnu undirrita hann og leggja fram kjörskrá, skv. lögum og reglum þar um. Kjörskrá skal leggja fram eigi síðar en 19. október.

Fundi slitið - kl. 11:30.