Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

362. fundur 14. nóvember 2016 kl. 09:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fóru yfir nokkur atriði úr rekstri sveitarfélagsins á árinu.

2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 - 2020, eins og hún lítur nú út eftir þær breytingar sem samþykktar voru á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir áætlunina og vísar henni þannig til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að eftirfarandi álagningarprósentur og viðmiðunartölur verði samþykktar fyrir árið 2017.

Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt, eða 14,52%
Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%

Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%

Afsláttur á fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega verði sem hér segir:

Hámark afsláttar verið: 68.400
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 2.647.000
Hámark 3.474.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 3.723.000
Hámark 4.717.000

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201604102

Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að hækka framlag til Brunavarna á Héraði v. kaupa á slökkvibíl um krónur 1.769.000 sem færist á lið 07210. Þessum útgjöldum verður mætt með hækkun skatttekna um sömu upphæð sem færist á 00010.

4.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2016 og fundargerð stjórnar frá 4. nóvember 2016

Málsnúmer 201611042

Lagðar fram fundargerðir frá aðalfundi Skólaskrifstofu Austurlands 4. nóvember og fundargerð stjórnarfundar frá sama degi, ásamt ársskýrslu 2015-2016.

5.Fundargerðir Ársala bs. 2016

Málsnúmer 201602116

Fundargerð 16. fundar frá 10. nóvember 2016 lögð fram til kynningar.

6.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201610077

Lagðar fram ályktanir frá aðalfundi SSA 2016, sem snerta starfssvið bæjarráðs.

7.Framkvæmd laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 201610022

Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að láta útbúa drög að reglum um stofnframlög fyrir Fljótsdalshérað, sem síðan verða lagðar fyrir bæjarráð.
Einnig að skoað verði frekar með kortlagningu á þörf á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu.

8.Brunavarnaráætlun Brunavarna á Austurlandi 2013-2017

Málsnúmer 201306031

Lagt fram til kynningar.

9.Samstarfssamningur um Unglingalandsmót 2017 á Egilsstöðum

Málsnúmer 201611052

Lögð fram drög að samningi við UMFÍ, vegna unglingalandsmóts sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2017.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur bæjarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins.

10.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064

Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar bæjarráðs.

11.Orkuskipti á Austurlandi

Málsnúmer 201611058

Lagt fram erindi frá Austurbrú varðandi fjármögnun verkefnis um orkuskipti á Austurlandi.

Bæjarráð samþykkir að Fljótsdalshérað taki þátt í viðræðum um fjármögnun eða aðra aðkomu að verkefni um orkuskipti á Austurlandi og felur bæjarstjóra að vera tengiliður við verkefnið.

Fundi slitið - kl. 10:30.