Framkvæmd laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 201610022

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 359. fundur - 17.10.2016

Farið yfir upplýsingar í tengslum við nýleg lög um almennar íbúðir, en sérstök kynning á þeim fyrir sveitarstjórnarfulltrúa var haldin í tengslum við aðalfund SSA á Seyðisfirði.
Málið verður áfram í vinnslu hjá bæjarráði.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 245. fundur - 19.10.2016

Málið er áfram í vinnslu hjá bæjarráði.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 362. fundur - 14.11.2016

Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að láta útbúa drög að reglum um stofnframlög fyrir Fljótsdalshérað, sem síðan verða lagðar fyrir bæjarráð.
Einnig að skoað verði frekar með kortlagningu á þörf á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Eftirfarandi tillag lögð fram:
Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að láta útbúa drög að reglum um stofnframlög fyrir Fljótsdalshérað, sem síðan verða lögð fyrir bæjarráð.
Einnig að skoðað verði frekar með kortlagningu á þörf á leiguhúsnæði í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 363. fundur - 21.11.2016

Farið yfir frumdrög að reglum fyrir Fljótsdalshérað. Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að fara betur yfir drögin og leggja þau síðan fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 364. fundur - 28.11.2016

Lögð fram drög að reglum fyrir Fljótsdalshérað um stofnframlög, skv. lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drögin verði samþykkt, eins og þau eru hér lögð fram.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 07.12.2016

Lögð fram drög að reglum fyrir Fljótsdalshérað um stofnframlög, skv. lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn reglurnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 407. fundur - 20.11.2017

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn breytingar við 1. og 3. gr. sem lúta að því að veita megi stofnframlag til húsnæðissjálfseignarstofnanna sem stofnað er til af hálfu hagsmunasamtaka fatlaðra og/eða öryrkja.