Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

363. fundur 21. nóvember 2016 kl. 09:00 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði tengda fjármálum og rekstri ársins.

Bæjarráð fór yfir gjaldskrár fyrir útleigu á fasteignum í eigu Fljótsdalshéraðs og beinir því til húsráða og nefnda að uppfæra gjaldkrár til samræmis við hækkanir á þjónustu sveitarfélagsins sem er almennt 3%.

Bæjarstjóri ræddi félagið Sláturhúsið, menningarsetur og möguleika á því að færa niður hlutaféð og kröfur atvinnumálasjóðs á móti. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna áfram að málinu.

2.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2016

Málsnúmer 201610015Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að hefja viðræður við leyfishafa rannsóknarleyfisins, varðandi heimild til virkjunar Geitdalsár.

4.Framkvæmd laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 201610022Vakta málsnúmer

Farið yfir frumdrög að reglum fyrir Fljótsdalshérað. Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að fara betur yfir drögin og leggja þau síðan fyrir næsta fund bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:15.