Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur atriði úr rekstrinum.
Einnig farið yfir samkomulag um lífeyrismál,sem búið var að ná milli KÍ, BHM og BSRB og svo Fjármála- og efnahangsráðherra og Sambands sveitarfélaga hins vegar. Það samkomulag er hins vegar í uppnámi og því stefnir í verulegan útgjaldaauka á næsta ári fyrir sveitarfélögin, takist ekki að ljúka málinu.
Kynnt innkomin erindi vegna álagningar fasteignaskatts á húsnæði sem fengið hefur leyfi sýslumanns til útleigu gistingu fyrir ferðamenn. Málið er í vinnslu.
Fundargerð aðalfundarins lögð fram til kynningar ásamt yfirliti yfir árgjöld sveitarfélaga til SSA 2017. Bæjarráð samþykkir að senda fagnefndum sveitarfélagsins samþykktir aðalfundarins til kynningar og umfjöllunar.
Farið yfir upplýsingar í tengslum við nýleg lög um almennar íbúðir, en sérstök kynning á þeim fyrir sveitarstjórnarfulltrúa var haldin í tengslum við aðalfund SSA á Seyðisfirði. Málið verður áfram í vinnslu hjá bæjarráði.
Lögð fram viljayfirlýsing Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fljótsdalshéraðs um uppbyggingu menningarhúss á Egilsstöðum, sem undirrituð var í gær. Um er að ræða uppbyggingu í sláturhúsinu og viðbyggingu við safnahúsið á Egilsstöðum. Bæjarráð fagnar þessum áfanga, en unnið hefur verið að undirbúningi þessa um langt skeið og byggir á samþykkt ríkisvaldsins um uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni.
Einnig farið yfir samkomulag um lífeyrismál,sem búið var að ná milli KÍ, BHM og BSRB og svo Fjármála- og efnahangsráðherra og Sambands sveitarfélaga hins vegar. Það samkomulag er hins vegar í uppnámi og því stefnir í verulegan útgjaldaauka á næsta ári fyrir sveitarfélögin, takist ekki að ljúka málinu.
Kynnt innkomin erindi vegna álagningar fasteignaskatts á húsnæði sem fengið hefur leyfi sýslumanns til útleigu gistingu fyrir ferðamenn. Málið er í vinnslu.