Fram kom að ákveðið hefur verið að halda sérstakan vinnufund um málið þann 30. janúar nk. kl. 16:00. Þangað verða boðaðir aðal- og varamenn í bæjarstjórn. Málið kemur síðan aftur til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
Vinnufundur um málið var haldinn 30 jan. þar sem aðal- og varamenn í bæjarstjórn fóru yfir málið og þá valkosti sem aðallega hafa verið ræddir í stöðunni.
Bæjarráð samþykkir að setja af stað þarfagreiningarnefnd fyrir menningarhús á Fljótsdalshéraði þar sem unnið verði með Sláturhúsið og safnahúsið. Kallað verði eftir fulltrúum frá ríkinu inn í nefndina, en skipan hennar að hálfu sveitarfélagsins verður afgreidd á næsta fundi bæjarráðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að setja af stað þarfagreiningarnefnd fyrir menningarhús á Fljótsdalshéraði þar sem unnið verði með Sláturhúsið og safnahúsið. Fulltrúar ríkisins í henni eru Karitas H. Gunnarsdóttir og Þráinn Sigurðsson, en skipan fulltrúa að hálfu sveitarfélagsins verður afgreidd á næsta fundi bæjarráðs.
Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkvæðum en 1 sat hjá (SHR)
Bæjarráð leggur til að Gunnar Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Sigrún Blöndal verði skipuð í þarfagreininganefnd fyrir menningarhús á Fljótsdalshéraði, fh. sveitarfélagsins, en fulltrúar ríkisins hafa þegar verið skipaðir. Bæjarstjóri verði starfsmaður nefndarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Gunnar Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Sigrún Blöndal skipi þarfagreininganefnd fyrir menningarhús á Fljótsdalshéraði, fh. sveitarfélagsins, en fulltrúar ríkisins hafa þegar verið skipaðir. Bæjarstjóri verði starfsmaður nefndarinnar, en aðrir starfsmenn sveitarfélagsins og fulltrúar þeirra sem nýta munu aðstöðuna, verði kallaðir fyrir nefndina eftir þörfum.
Skipan þriggja fulltrúa f.h. sveitarfélagsins í þarfagreiningarnefnd vegna menningarhúss var staðfest á síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að skipa til viðbótar tvo fulltrúa í nefndina, þá Karl Lauritzson og Pál Sigvaldason.
Rætt um skipan starfshóps um menningarhús á Fljótsdalshéraði, sem hóf störf á síðasta kjörtímabili. Athugasemd hefur komið fram um að í þeim hópi eigi nú enginn fulltrúi út atvinnu- og menningarmálanefnd sæti.
Bæjarráð samþykkir að endurskipa fulltrúa í hópinn og að eftirtaldir skipi hann: Gunnar Jónsson, Anna Alexandersdóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Sigrún Blöndal frá bæjarráði og Guðmundur Kröyer formaður atvinnu- og menningarmálanefndar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að endurskipa fulltrúa í hópinn og að eftirtaldir skipi hann: Gunnar Jónsson, Anna Alexandersdóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Sigrún Blöndal frá bæjarráði og Guðmundur Kröyer formaður atvinnu- og menningarmálanefndar.
Lögð fram viljayfirlýsing Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fljótsdalshéraðs um uppbyggingu menningarhúss á Egilsstöðum, sem undirrituð var í gær. Um er að ræða uppbyggingu í sláturhúsinu og viðbyggingu við safnahúsið á Egilsstöðum. Bæjarráð fagnar þessum áfanga, en unnið hefur verið að undirbúningi þessa um langt skeið og byggir á samþykkt ríkisvaldsins um uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni.
Lögð fram viljayfirlýsing Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fljótsdalshéraðs um uppbyggingu menningarhúss á Egilsstöðum, sem undirrituð var nýlega. Um er að ræða uppbyggingu í sláturhúsinu og viðbyggingu við safnahúsið á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar þessum áfanga, en unnið hefur verið að undirbúningi þessa um langt skeið og byggir á samþykkt ríkisvaldsins um uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni.
Fyrir liggur til kynningar viljayfirlýsing Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fljótsdalshéraðs um uppbyggingu menningarhúss á Egilsstöðum, sem undirrituð var 16. október 2016. Málið var á dagskrá bæjarstjórnar 19. október 2016.
Atvinnu- og menningarnefnd fagnar undirritun viljayfirlýsingarinnar vegna uppbyggingar menningarhússins. Málið að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Málið kemur síðan aftur til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.