Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201604102

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 339. fundur - 25.04.2016

Tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 lögð fyrir bæjarráð þann 25. apríl 2016 með þeim viðaukum (viðauki 1) sem bæjarstjórn hefur samþykkt að leggja fram. Auk þess breytingar frá samþykktri áætlun í ljósi rekstarniðurstöðu fyrra árs vegna forsendubreytinga í niðurstöðu sjóðstreymis. Einnig er í endurskoðaðri áætlun sett inn leiðrétting á innri leigu frá samþykkri áætlun.

Í atvinnumálum er samþykktur viðauki vegna fjarskiptamála 6 millj.

Í menningarmálum er samþykktur viðauki til Héraðsskjalasafns 1 millj. kr.

Í félagsþjónustu er samþykkt 3 millj. kr. hækkun á launalið en á móti kemur 3 millj. kr tekjuaukning innan sama málaflokks.

Í Eignasjóði hækkar annar rekstarkostnaður um 6 millj. vegna viðhalds á húsnæði áhaldahúss.

Útgjöld vegna félagsheimilisins á Eiðum lækkar um 4,1 millj. vegna sölu á húsnæðisins. Söluhagnaður nemur 18 millj. kr.

Í málaflokk 07 er áætlað 0,1 millj vegna fundarsetu Brunavarna á Héraði.

Fjármagnstekjur Atvinnumálasjóðs eru lækkaðar um 5,5 millj. kr.

Til að mæta auknum fjárfestingum vegna áður ófyrirséðra framkvæmda er 15 milljóna kr. lækkun á viðhaldi gatna.

Vegna leiðréttingu á útreikningsaðferð innri leigu hækka tekjur Eignasjóðs um 92 millj. kr. Samsvarandi hækkun verður á útgjöldum málaflokka í Aðalsjóði.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka 1 og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 var lögð fyrir bæjarráð þann 25. apríl 2016 með þeim viðaukum (Viðauki 1) sem bæjarstjórn hefur samþykkt að leggja fram. Auk þess eru breytingar frá samþykktri áætlun í ljósi rekstarniðurstöðu fyrra árs vegna forsendubreytinga í niðurstöðu sjóðstreymis. Einnig er í endurskoðaðri áætlun sett inn leiðrétting á innri leigu frá samþykktri áætlun.

Til máls tók. Björn Ingimarsson, sem kynnti og lagði fram viðauka 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2016, sem Viðauka 1 við áætlunina. Helstu breytingar eru sem hér segir:

Í atvinnumálum er samþykktur viðauki vegna fjarskiptamála 6 millj.

Í menningarmálum er samþykktur viðauki til Héraðsskjalasafns 1 millj. kr.

Í félagsþjónustu er samþykkt 3 millj. kr. hækkun á launalið en á móti kemur 3 millj. kr tekjuaukning innan sama málaflokks.

Í Eignasjóði hækkar annar rekstarkostnaður um 6 millj. vegna viðhalds á húsnæði áhaldahúss.

Útgjöld vegna félagsheimilisins á Eiðum lækkar um 4,1 millj. vegna sölu á húsnæðisins. Söluhagnaður nemur 18 millj. kr.

Í málaflokk 07 er áætlað 0,1 millj vegna fundarsetu Brunavarna á Héraði.

Fjármagnstekjur Atvinnumálasjóðs eru lækkaðar um 5,5 millj. kr.

Fjárfestingar hækka um 24 milljónir vegna þaks á Fellaskóla. Til að mæta auknum fjárfestingum vegna áður ófyrirséðra framkvæmda er 15 milljóna kr. lækkun á viðhaldi gatna.

Vegna leiðréttingar á útreikningsaðferð innri leigu hækka tekjur Eignasjóðs um 92 millj. kr. Samsvarandi hækkun verður á útgjöldum málaflokka í Aðalsjóði.

Í Viðauka 1 er gert ráð fyrir að lántökuheimild í eignasjóði nemi 85 milljónum króna.

Að öðru leyti vísast frekari útfærsla til Viðauka 1.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 343. fundur - 30.05.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson kynnti viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins 2016.
Þar er gert ráð fyrir kaupum á húsnæði upp á 4, 4 milljónir og að því verði mætt með handbæru fé.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins 2016.
Þar er gert ráð fyrir kaupum á húsnæði upp á 4,4 milljónir og að því verði mætt með handbæru fé.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 347. fundur - 27.06.2016

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri lagði fram viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2016.

Bæjarráð samþykkir að áætluð laun í leikskólanum Tjarnarskógi verði hækkuð um kr. 1.100.000 og liðurinn tækjakaup á bæjarskrifstofu verði hækkuð um kr. 1.100.000.
Þessum aukna kostnaði verði mætt með fyrirsjáanlegri hækkun útsvarstekna, sbr. staðgreiðsluskil ársins, liður 00010-0020

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 362. fundur - 14.11.2016

Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að hækka framlag til Brunavarna á Héraði v. kaupa á slökkvibíl um krónur 1.769.000 sem færist á lið 07210. Þessum útgjöldum verður mætt með hækkun skatttekna um sömu upphæð sem færist á 00010.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að hækka framlag til Brunavarna á Héraði v. kaupa á slökkvibíl um krónur 1.769.000 sem færist á lið 07210. Þessum útgjöldum verður mætt með hækkun skatttekna um sömu upphæð sem færist á lið 00010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.