339. fundur
25. apríl 2016 kl. 09:30 - 13:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
Anna Alexandersdóttirvaraformaður
Stefán Bogi Sveinssonaðalmaður
Sigrún Blöndaláheyrnarfulltrúi
Þórður Mar Þorsteinsson1. varamaður
Björn Ingimarssonbæjarstjóri
Stefán Snædal Bragasonskrifstofu- og starfsmannastjóri
Guðlaugur Sæbjörnssonfjármálastjóri
Fundargerð ritaði:Stefán Bragasonskrifstofustjóri
Bæjarráð, ásamt fulltrúum í bæjarstjórn fundaði með Halldóri Halldórssyni formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir fund bæjarráðs. Sá fundur hófst kl. 8:00.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti viðauka við fjárhagsáætlun sem hann hefur tekið saman, vegna nokkurra þátta sem hafa breyst síðan fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 var samþykkt. Auk þess kynnt þau áhrif sem þessir viðaukar hafa á gildandi fjárhagsáætlun ársins 2016. Sjá frekar í lið þrjú.
Tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 lögð fyrir bæjarráð þann 25. apríl 2016 með þeim viðaukum (viðauki 1) sem bæjarstjórn hefur samþykkt að leggja fram. Auk þess breytingar frá samþykktri áætlun í ljósi rekstarniðurstöðu fyrra árs vegna forsendubreytinga í niðurstöðu sjóðstreymis. Einnig er í endurskoðaðri áætlun sett inn leiðrétting á innri leigu frá samþykkri áætlun.
Í atvinnumálum er samþykktur viðauki vegna fjarskiptamála 6 millj.
Í menningarmálum er samþykktur viðauki til Héraðsskjalasafns 1 millj. kr.
Í félagsþjónustu er samþykkt 3 millj. kr. hækkun á launalið en á móti kemur 3 millj. kr tekjuaukning innan sama málaflokks.
Í Eignasjóði hækkar annar rekstarkostnaður um 6 millj. vegna viðhalds á húsnæði áhaldahúss.
Útgjöld vegna félagsheimilisins á Eiðum lækkar um 4,1 millj. vegna sölu á húsnæðisins. Söluhagnaður nemur 18 millj. kr.
Í málaflokk 07 er áætlað 0,1 millj vegna fundarsetu Brunavarna á Héraði.
Fjármagnstekjur Atvinnumálasjóðs eru lækkaðar um 5,5 millj. kr.
Til að mæta auknum fjárfestingum vegna áður ófyrirséðra framkvæmda er 15 milljóna kr. lækkun á viðhaldi gatna.
Vegna leiðréttingu á útreikningsaðferð innri leigu hækka tekjur Eignasjóðs um 92 millj. kr. Samsvarandi hækkun verður á útgjöldum málaflokka í Aðalsjóði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka 1 og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjóri lagði fram drög að samningi við Orkufjarskipti, vegna ljósleiðaralagnar milli Lagarfossvirkjunar og Brúarásskóla. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Einnig lagður fram til kynningar samningur um sömu framkvæmd milli Fljótsdalshéraðs og Fjarskiptasjóðs.
5.Samningur og viljayfirlýsing Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar varðandi uppbyggingu við Íþ
Til fundar mætti Davíð Þór Sigurðarson formaður Hattar og kynnti hugmyndir að útfærslum að viðbyggingum við íþróttamiðstöðina, sem byggir á viljayfirlýsingu frá 24.07. 2015 milli Fljótsdalshéraðs og Íþróttafélagsins Hattar varðandi uppbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Hugmyndirnar koma frá starfshópi sem skipaður var af ÍF Hetti. Að lokinni kynningu var Davíð þökkuð koman, en málið er áfram í vinnslu hjá sveitarfélaginu í samatarfi við íþróttafélagið Hött.
Bæjarráð samþykkir að Guðrún Helga Elvarsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á ársfundi Starfsendurhæfingar Austurlands og að Anna Alexandersdóttir verði hennar varamaður þar.
Lögð fram beiðni um tilnefningar fulltrúa til stjórnarsetu af vettvangi atvinnulífs, menntunar og menningar. Bæjarráð telur að með vísan til þess að stjórn SSA tilnefnir fulltrúa af vettvangi sveitarstjórna sé ekki ástæða til þess að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa af vettvangi atvinnulífs, menntunar og menningar.
Vegna framkominnar beiðni frá félaginu Eiðar ehf, kaupanda barna- og leikskólans, samþykkir bæjarráð að við undirskrift kaupsamnings verði kaupenda veitt veðheimild í húsnæði barna- og leikskólans á Eiðum allt að kr. 10 milljónir.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um að alþingi samþykki hið fyrsta samgönguáætlun til fjögurra ára. Bæjarráð lýsir hins vegar yfir þungum áhyggjum af því að í núverandi drögum að samgönguáætlun, vantar gífurlega fjármuni til þess að standa með eðlilegum hætti að viðhaldi og uppbyggingu núverandi samgöngukerfis landsins. Meðan að svo er liggur fyrir að nánast ómögulegt er að ráðast í bráðnauðsynlegar nýframkvæmdir í samræmi við þau markmið sem fyrirliggjandi áætlun leggur þó til grundvallar. Ljóst er til dæmis að við núverandi aðstæður verður ekki séð að fjármagni verði veitt til gerðar nýrrar brúar yfir Lagarfljót á næstu árum og jafnvel áratugum, auk þess sem töf getur orðið á öðrum nauðsynlegum framkvæmdum, svo sem vegi yfir Öxi og göngum undir Fjarðarheiði. Það er algjörlega óásættanlegt og skorar bæjarráð á Alþingi að tryggja málaflokknum nauðsynlegt fjármagn til næstu ára enda stendur núverandi staða uppbyggingu landsbyggðanna alvarlega fyrir þrifum.