Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti drög að rammaáætlun fyrir fjárhagsáætlun ársins 2016 og fór yfir ýmsar forsendur tengdar áætluninni.
Bæjarráð samþykkir að fjármálastjóri sendi út til nefndanna þau drög að ramma sem hann lagði fram. Stefnt skal að því að tillögum frá nefndum verði skilað inn fyrir lok maí mánaðar þannig að bæjarstjórn geti samþykkt endanlegan ramma fárhagsáætlunar 2016 á fundi í júní.
Á fundi bæjarráðs kynnti Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri drög að rammaáætlun fyrir fjárhagsáætlun ársins 2016 og fór yfir ýmsar forsendur tengdar áætluninni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fjármálastjóri sendi út til nefndanna þau drög ramma sem hann lagði fram. Stefnt skal að því að tillögum frá nefndum verði skilað inn fyrir lok maí mánaðar þannig að bæjarstjórn geti samþykkt endanlegan ramma fjárhagsáætlunar 2016 á fundi í júní.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir þær tillögur sem borist hafa frá nefndum sveitarfélagsins að fjárhagsáætlun næsta árs, en hann er búinn að taka þær saman í eitt heildarskjal. Eftir kynningu Guðlaugs var samþykkt að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að fara yfir þessi drög og gera á grundvelli þeirra tillögu að rammaáætlun 2016 og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti drög að rammaáætlun fyrir árið 2016. Þar hefur hann tekið saman áætlanir og fjárbeiðnir frá öllum stofnunum og nefndum og gert tillögu að aðlögun þeirra að ramma þriggja ára áætlunar, eins og hún hefur verið samþykkt áður fyrir árið 2016. Að lokinni kynningu og yfirferð var ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 vísað til næsta bæjarráðsfundar til afgreiðslu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir drög að rammaáætlun fyrir árið 2016. Þar hefur hann tekið saman fjárbeiðnir frá forstöðumönnum og nefndum og aðlagað þær að markmiðum úr þriggja ára áætlun 2016, eins og hún var samþykkt í lok síðasta árs.
Bæjarráð samþykkir að afgreiða framlagða rammaáætlun 2016 og vísa henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Lögð fram drög að rammaáætlun fyrir árið 2016. Þar hefur fjármálastjóri tekið saman fjárbeiðnir frá forstöðumönnum og nefndum og aðlagað þær að markmiðum úr þriggja ára áætlun 2016, eins og hún var samþykkt í lok síðasta árs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram. Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagða rammaáætlun 2016 og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2016 og þriggja ára áætlunar 2017-2019, sem unnar verða á komandi hausti.
Skrifstofustjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun 2016 fyrir málaflokk 21, Sameiginlegan kostnað. Að lokinni yfirferð var drögunum vísað til frekari vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Guðlaugur fjármálastjóri fór svo yfir þær tillögur að fjárhagsáætlunum sem hann hefur fengið frá nefndum og forstöðumönnum, en hann vinnur nú að því að taka saman áætlanir og fjárbeiðnir í heildarskjal.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir samantekt sína á fjárhagsáætlunum nefnda og stofnana fyrir árið 2016 eins og þær liggja nú fyrir og hann hefur tekið saman. Einnig fór hann sérstaklega yfir skatttekjuspá næsta árs og bar saman við tekjuspá Sambands Ísl. sveitarfélaga, sem barst nýlega.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nýjustu samantekt sína á áætlunum frá stofnunum og nefndum sveitarfélagsins, að teknu tilliti til þeirra hugmynda að breytingum sem ræddar voru á vinnufundi bæjarstjórnar í síðustu viku.
Bæjarráð samþykkir að vísa þannig framlagðri fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun 2017 - 2019, til fyrri umræðu í bæjarstjórn 4. nóvember nk. Stefnt er að því að halda almennan borgarafund á milli umræðna í bæjarstjórn þann 19. nóvember, til að kynna fjárhagsáætlun.
Guðlaugur fór yfir drög að viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016, sem hann hefur verið að taka saman, sbr. fyrri bókanir úr bæjarráði og bæjarstjórn. Viðaukar verða lagir fyrir næsta fund bæjarráðs.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti viðauka við fjárhagsáætlun sem hann hefur tekið saman, vegna nokkurra þátta sem hafa breyst síðan fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 var samþykkt. Auk þess kynnt þau áhrif sem þessir viðaukar hafa á gildandi fjárhagsáætlun ársins 2016. Sjá frekar í lið þrjú.
Bæjarráð samþykkir að fjármálastjóri sendi út til nefndanna þau drög að ramma sem hann lagði fram. Stefnt skal að því að tillögum frá nefndum verði skilað inn fyrir lok maí mánaðar þannig að bæjarstjórn geti samþykkt endanlegan ramma fárhagsáætlunar 2016 á fundi í júní.