Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

299. fundur 15. júní 2015 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Rædd ýmis mál tengd rekstri sveitarfélagsins.

Kynnt drög að auglýsingu vegna fyrirhugaðrar sölu á skólahúsnæði grunnskólans á Hallormsstað. Bæjarstjóra falið að senda auglýsinguna í staðar- og landsfjölmiðla, eins og um var rætt á fundinum og að höfðu samráði við Fljótsdalshrepps.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að tvær íbúðir sem tengdar eru skólahúsnæðinu verði einnig auglýstar til sölu, að höfðu samráði við aðra eigendur þeirra.

Einnig farið yfir minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu.
Bæjarráð samþykkir að vísa minnisblaðinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 130 milljónir kr. til 20 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að ljúka byggingu hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Rætt um flöggun fána á hátíðisdögum og viðburðum á vegum sveitarfélagsins og samþykkt að mótaðar verði vinnureglur um slík mál.

2.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201504075

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir drög að rammaáætlun fyrir árið 2016. Þar hefur hann tekið saman fjárbeiðnir frá forstöðumönnum og nefndum og aðlagað þær að markmiðum úr þriggja ára áætlun 2016, eins og hún var samþykkt í lok síðasta árs.

Bæjarráð samþykkir að afgreiða framlagða rammaáætlun 2016 og vísa henni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.Fundargerð 189. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201506096

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045

Lögð fram fundargerð starfshóps um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, frá 5. júní 2015.

Bæjarráð samþykkir að senda kveðju til íbúanna í svæðisbundum fjölmiðlum og minna á að starfsmönnum sveitarfélagsins hefur verið gefið frí eftir hádegið þann 19. júní, í tilefni tímamótanna.
Jafnframt verði þar minnt á málþingið, Konur í stjórnmálum - áhugamál eða alvara, sem verður haldið á vegum sveitarfélagsins í byrjun nóvember.

5.Fundargerð aðalfundar Brunavarna á Héraði 11.júní 2015

Málsnúmer 201506107

Fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.

6.Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands 2015

Málsnúmer 201506083

Lagður fram til kynningar tölvupóstur, dags. 9. júní 2015 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands með fundarboði vegna aðalfundar fulltrúaráðs félagsins 23. september 2015.

7.Umsókn um leyfi til að halda torfærukeppni 2015

Málsnúmer 201506090

Lagt fram erindi, dagsett 11. júní 2015 frá Kristdór Þór Gunnarssyni, með beiðni um að fá að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum 27. júní n.k.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða leyfið, fh. sveitarfélagsins, í samráði við slökkviliðsstjóra.
Bæjarráð mælist þó til að framvegis verði slíkar umsóknir sendar inn með að lágmarki fjögurra vikna fyrirvara.

8.Ályktun frá aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands 11. apríl 2015

Málsnúmer 201506042

Erindinu var til umræðu á síðasta bæjarráðsfundi. Fyrir liggja nú frekari upplýsingar um hvernig staðið var að stuðningi við bólusetningu við garnaveiki árið 2009, þegar veikin kom upp í Jökulsárhlíð. Einnig voru tiltækar upplýsingar um lyfjakostnað og áætlaðan fjárfjölda sem bólusetja þarf á því fjárvarnarsvæði sem garnaveikin hefur nú komið upp á.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar og fela starfsmanni nefndarinnar að útfæra sambærilega styrkveitingu og veitt var 2009, þeim bændum sem bólusettu vegna garnaveiki, þó með fyrirvara um það fjármagn sem til ráðstöfunar er undir málaflokknum landbúnaðarmál.

9.Húsaleiga Miðvangi 31

Málsnúmer 201504059

Bæjarstjóri kynnti drög að samningi við Fóðurblönduna sem gildir til 31. ágúst 2016.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá leigusamningi á þeim nótum sem kynntar voru og ræddar á fundinum.

10.Eyvindará og uppbygging ferðaþjónustu

Málsnúmer 201506103

Lagt fram bréf frá Juralis, lögmanns- og ráðgjafarstofu, dags. 10. júní 2015, varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu að Eyvindará 2.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til meðferðar. Varðandi ábendingar um veg og brú niður að Eyvindarárbæjum, er umhverfis- og framkvæmdanefnd falið að koma þeim athugasemdum á framfæri við Vegagerðina.

Fundi slitið - kl. 11:15.