- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Málsnúmer 201501007
Málsnúmer 201504075
Málsnúmer 201506096
Málsnúmer 201408045
Málsnúmer 201506107
Málsnúmer 201506083
Málsnúmer 201506090
Málsnúmer 201506042
Málsnúmer 201504059
Málsnúmer 201506103
Fundi slitið - kl. 11:15.
Rædd ýmis mál tengd rekstri sveitarfélagsins.
Kynnt drög að auglýsingu vegna fyrirhugaðrar sölu á skólahúsnæði grunnskólans á Hallormsstað. Bæjarstjóra falið að senda auglýsinguna í staðar- og landsfjölmiðla, eins og um var rætt á fundinum og að höfðu samráði við Fljótsdalshrepps.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að tvær íbúðir sem tengdar eru skólahúsnæðinu verði einnig auglýstar til sölu, að höfðu samráði við aðra eigendur þeirra.
Einnig farið yfir minnisblað frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu.
Bæjarráð samþykkir að vísa minnisblaðinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 130 milljónir kr. til 20 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að ljúka byggingu hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Rætt um flöggun fána á hátíðisdögum og viðburðum á vegum sveitarfélagsins og samþykkt að mótaðar verði vinnureglur um slík mál.