Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 262. fundur - 18.08.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, dags. 11. ágúst 2014 með hvatningu til bæjar- og sveitarfélaga, stofnana, skóla og safna til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á árinu 2015.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 263. fundur - 25.08.2014

Lagður fram tölvupóstur frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, dags. 11. ágúst 2014 með hvatningu til bæjar- og sveitarfélaga, stofnana, skóla og safna til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi á árinu 2015.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 2. fundur - 25.08.2014

Fyrir liggur tölvupóstur dagsettur 13. ágúst 2014, undirritaður af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, þar sem hvatt er til að bæjar- og sveitarfélög, skólar, stofnanir og söfn minnist 100 ára kosningaréttar kvenna á næsta ári.

Atvinnu- og menningarnefnd hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að minnast þeirra merku og mikilvægu tímamóta sem 100 ára kosningaréttur kvenna er og felur starfsmanni að vekja athygli þeirra á málinu. Nefndin mun taka málið upp aftur við gerð fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 202. fundur - 03.09.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að minnast þeirra merku og mikilvægu tímamóta sem 100 ára kosningaréttur kvenna er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 8. fundur - 10.11.2014

Fyrir liggur bréf frá Kvenréttindafélagi Íslands þar sem Fljótsdalshéraði er boðið að sett verði upp farandsýning í sveitarfélaginu um kvenréttingabaráttu síðustu 100 ára.

Atvinnu- og menningarnefnd þiggur boð Kvenréttindafélagsins um sýningu á Héraði í júli. Í tengslum við sýninguna verði hugað að fleiri viðburðum, er tengjast tímamótunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 207. fundur - 19.11.2014

Fyrir liggur bréf frá Kvenréttindafélagi Íslands þar sem Fljótsdalshéraði er boðið að sett verði upp farandsýning í sveitarfélaginu um kvenréttingabaráttu síðustu 100 ára.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þiggur boð Kvenréttindafélagsins um sýningu á Héraði í júlí. Í tengslum við sýninguna verði hugað að fleiri viðburðum, er tengjast tímamótunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 12. fundur - 26.01.2015

Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 10. nóvember 2014.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að myndaður verði starfshópur til að móta dagskrá til að minnast hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna. Eftirfarandi aðilar myndi starfshópinn: Bára Stefánsdóttir, Björn Gísli Erlingsson, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Gunnar Gunnarsson og Halla Eiríksdóttir. Starfsmanni falið að kalla hópinn saman.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 04.02.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að myndaður verði starfshópur til að móta dagskrá til að minnast hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna og að eftirfarandi aðilar myndi starfshópinn:
Bára Stefánsdóttir, Björn Gísli Erlingsson, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Gunnar Gunnarsson og Halla Eiríksdóttir. Starfsmanni nefndarinnar falið að kalla hópinn saman.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 14. fundur - 23.02.2015

Fyrir liggur til kynningar fundargerð starfshóps um mótun dagskrár til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 294. fundur - 04.05.2015

Þar sem engin göng lágu fyrir var málinu frestað.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 295. fundur - 11.05.2015

Rætt um fyrirhuguð hátíðahöld 19. júní, í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um fyrirhugaða dagskrá á Fljótsdalshéraði. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 296. fundur - 26.05.2015

Farið yfir starf vinnuhóps vegna hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna.
Bæjarráð samþykkir að starfsfólki sveitarfélagsins verði gefið frí frá hádegi 19. júní í tilefni af hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. Stofnanir sveitarfélagsins verða lokaðar frá hádegi en þó verði tryggt að þjónusta er varðar öryggi og neyðarþjónustu verði veitt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Á fundi bæjarráðs var farið yfir starf vinnuhóps vegna hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að starfsfólki sveitarfélagsins verði gefið frí eftir hádegi 19. júní, í tilefni af hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. Stofnanir sveitarfélagsins verða lokaðar frá hádegi en þó verði tryggt að þjónusta er varðar öryggi og neyðarþjónustu verði veitt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 299. fundur - 15.06.2015

Lögð fram fundargerð starfshóps um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, frá 5. júní 2015.

Bæjarráð samþykkir að senda kveðju til íbúanna í svæðisbundum fjölmiðlum og minna á að starfsmönnum sveitarfélagsins hefur verið gefið frí eftir hádegið þann 19. júní, í tilefni tímamótanna.
Jafnframt verði þar minnt á málþingið, Konur í stjórnmálum - áhugamál eða alvara, sem verður haldið á vegum sveitarfélagsins í byrjun nóvember.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 16.06.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að senda kveðju til íbúanna í svæðisbundum fjölmiðlum og minna á að starfsmönnum sveitarfélagsins hefur verið gefið frí eftir hádegið þann 19. júní, í tilefni tímamótanna.
Jafnframt verði þar minnt á málþingið, Konur í stjórnmálum - áhugamál eða alvara, sem verður haldið á vegum sveitarfélagsins í byrjun nóvember.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 25. fundur - 26.10.2015

Fyrir liggur dagskrá málþingsins Konur í stjórnmálum - reynsla og lærdómur, sem haldið verður á Hótel Héraði föstudaginn 6. nóvember 2015. Málþingið er haldið á vegum Fljótsdalshéraðs í tilefni þess að á þessu ári eru 100 ár síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Fyrir liggur dagskrá málþingsins Konur í stjórnmálum - reynsla og lærdómur, sem haldið verður á Hótel Héraði föstudaginn 6. nóvember 2015. Málþingið er haldið á vegum Fljótsdalshéraðs í tilefni þess að á þessu ári eru 100 ár síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn hvetur íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í málþinginu og fagna með því þessum tímamótum í jafnréttisbaráttu kvenna á Íslandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.