Atvinnu- og menningarnefnd

25. fundur 26. október 2015 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Egilsstaðastofa, upplýsingamiðstöð

Málsnúmer 201501023

Á fundinn undir þessum lið mætti Heiður Vigfúsdóttir fulltrúi Austurfarar sem gerði grein fyrir starfsemi Egilsstaðastofu. Henni þökkuð koman að því loknu.

Atvinnu- og menningarnefnd er sammála því að starfsemi Egilsstaðastofu hafi gengið vel, en í ljósi nýrra tækifæra með beinu flugi á Egilsstaðaflugvöll verði farið nánar yfir hlutverk hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fundargerð stjórnar Hugvangs frumkvöðlaseturs 12. oktober 2015

Málsnúmer 201510116

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Hugvangs frumkvöðlaseturs frá 12. október 2015. En Hugvangur er samstarfsverkefni Fljótsdalshéraðs, Austurbúar, Afls og AN Lausna. Á fundinn undir þessum lið mætti Erlingur Þórarinsson hjá AN Lausnum og sagði frá starfi frumkvöðlasetursins það sem af er árinu. Honum síðan þökkuð koman og upplýsingarnar.

Atvinnu- og menningarnefnd lýsir ánægju með árangur verkefnisins og leggur til að samningur um Hugvang frumkvöðlasetur verði endurnýjaður óbreyttur, með fyrirvara um samþykkt fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Framlag til verkefnisins verði tekið af lið 13.81.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506057

Fyrir liggja umsóknir sem sendar hafa verið í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða samkvæmt ákvörðun atvinnu- og menningarnefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Gunnar Sigbjörnsson og Guðmundur Sveinsson Kröyer séu fulltrúar nefndarinnar í starfshópi sem hafi það hlutverk að greina og forgangsraða uppbyggingu áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Egilsstöðum

Málsnúmer 201510121

Atvinnu og menningarnefnd lýsir ánægju með að Sinfóníuhljómsveit Íslands skuli halda tónleika á Egilsstöðum 29. október og hvetur íbúa Austurlands til að fjölmenna og njóta tónleikanna.

Nefndin leggur til fjármunum vegna móttöku og undirbúnings tónleikann verði teknir af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Kór Egilsstaðakirkju/Umsókn um styrk

Málsnúmer 201510069

Fyrir liggur bréf, dagsett 2. október 2015, undirritað af Ástrúnu Einarsdóttur, með ósk um styrk til Kirkjukórs Egilsstaðakirkju.

Atvinu og menningarnefnd leggut til að kórinn verði styrktur um kr. 50.000 sem verði tekið af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um styrk vegna endurnýjunar göngukorts fyrir suðurfirði Austfjarða

Málsnúmer 201510064

Fyrir liggur tölvupóstur og bréf, dagsett 8. október 2015, undirritað af Christa M. Feucht, verkefnastjóra á Breiðdalssetri, með beiðni um styrk til að endurútgefa göngukort af Suðurfjörðum Austfjarða.

Atvinnu- og menningarnefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Hvatning til hlutafjárkaupa í Gróðrastöðinni Barra

Málsnúmer 201510086

Fyrir liggur bréf, dagsett 12. október 2015, frá Gróðrastöðinni Barra, undirritað af Skúla Björnssyni, þar sem vakin er athygli á því að hluthöfum stendur til boða hlutafjárkaup í félaginu.

Atvinnu og menningarnefnd telur sér ekki fært að verða við beiðni um aukningu hlutafjár í Gróðarstöðinni Barra að sinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Reglur um úthlutun styrkja til menningarmála

Málsnúmer 201510016

Fyrir liggja hugmyndir að reglum um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarmála. Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Starfsmanni falið að lagfæra þau drög sem fyrir lágu, í samræmi við umræðu á fundinum. Málið verður afgreitt á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2015.

Málsnúmer 201510037

Fyrir liggja ályktanri frá aðalfundi SSA 2015, sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 12. október 2015 að vísa til viðkomandi nefnda sveitarfélagsins til upplýsinga og umfjöllunar.

Lagt fram til kynningar.

10.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201408045

Fyrir liggur dagskrá málþingsins Konur í stjórnmálum - reynsla og lærdómur, sem haldið verður á Hótel Héraði föstudaginn 6. nóvember 2015. Málþingið er haldið á vegum Fljótsdalshéraðs í tilefni þess að á þessu ári eru 100 ár síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.