Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Egilsstöðum

Málsnúmer 201510121

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 25. fundur - 26.10.2015

Atvinnu og menningarnefnd lýsir ánægju með að Sinfóníuhljómsveit Íslands skuli halda tónleika á Egilsstöðum 29. október og hvetur íbúa Austurlands til að fjölmenna og njóta tónleikanna.

Nefndin leggur til fjármunum vegna móttöku og undirbúnings tónleikann verði teknir af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Fyrirhugað er að Sinfóníuhljómsveit Íslands haldi tónleika á Egilsstöðum á næstunni í stað tónleikanna sem féllu niður 29. október. Bæjarstjórn hvetur íbúa Austurlands til að fjölmenna og njóta tónleikanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að fjármunir vegna móttöku og undirbúnings tónleikann verði teknir af lið 05.74.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.