Áfangastaðir ferðamanna á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506057

Atvinnu- og menningarnefnd - 21. fundur - 08.06.2015

Fyrir lá Aðgerðaáætlun til eflingar á ferðaþjónustu og verslun á Héraði, sem unnin var á vegum sveitarfélagsins í samstarfi við ferðaþjónustu- og verslunaraðila árin 2012 og 2013. Nefndin leggur til að atvinnu- og menningarnefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd fundi með fulltrúum Þjónustusamfélagsins á Héraði í haust til að móta áherslur um uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 16.06.2015

Fyrir fundi atvinnu- og menningarnefndar lá aðgerðaáætlun til eflingar á ferðaþjónustu og verslun á Héraði, sem unnin var á vegum sveitarfélagsins í samstarfi við ferðaþjónustu- og verslunaraðila árin 2012 og 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn mælist til að atvinnu- og menningarnefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd fundi með fulltrúum Þjónustusamfélagsins á Héraði í haust til að móta áherslur um uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 24. fundur - 12.10.2015

Fyrir liggja fundargerðir og fleiri gögn vegna tillagna að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og uppbyggingu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur undir fyrirliggjandi tillögur og leggur til að sótt verði um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til eftirfarandi verkefna: Stórurð, Fardagafoss og Selskóg.

Nefndin er einnig sammála um að skipaður verði vinnuhópur skipaður fulltrúum atvinnu- og menningarnefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar og Þjónustusamfélagsins á Héraði. Vinnuhópurinn hafi það hlutverk að greina og forgangsraða uppbyggingu áhugaverðra áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 33. fundur - 14.10.2015

Fyrir liggja fundargerðir og fleiri gögn vegna tillagna að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og uppbyggingu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir fyrirliggjandi tillögur og leggur til að sótt verði um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til eftirfarandi verkefna: Stórurð, Fardagafoss og Selskóg.
Nefndin samþykkir að tilnefna Esther Kjartansdóttur og Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur í vinnuhóp um áfangastaði í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Fyrir liggja fundargerðir og fleiri gögn vegna tillagna að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og uppbyggingu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sammála atvinnu- og menningarnefnd og tekur undir fyrirliggjandi tillögur og leggur til að sótt verði um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til eftirfarandi verkefna: Stórurð, Fardagafoss og Selskóg.

Bæjarstjórn tekur einnig undir tillögu atvinnu- og menningarnefndar um að skipaður verði vinnuhópur skipaður fulltrúum atvinnu- og menningarnefndar, umhverfis- og framkvæmdanefndar og Þjónustusamfélagsins á Héraði. Vinnuhópurinn hafi það hlutverk að greina og forgangsraða uppbyggingu áhugaverðra áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Án þess að vilja draga úr því að sótt sé um styrki til uppbyggingar á þeim stöðum sem að framan eru nefndir, tel ég ástæðu til þess að þeir starfsmenn sveitarfélagsins sem um málið fjalla, auk kjörinna fulltrúa, gefi því gaum hvort ekki sé unnt að sækja um fjármuni í sjóðinn til frekari uppbyggingar í Sænautaseli.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Fyrir liggja fundargerðir og fleiri gögn vegna tillagna að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og uppbyggingu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu. Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir fyrirliggjandi tillögur og leggur til að sótt verði um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til eftirfarandi verkefna: Stórurð, Fardagafoss og Selskóg. Sjá bókun í lið 3.3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Esther Kjartansdóttur og Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur í vinnuhóp um áfangastaði í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 25. fundur - 26.10.2015

Fyrir liggja umsóknir sem sendar hafa verið í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða samkvæmt ákvörðun atvinnu- og menningarnefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Gunnar Sigbjörnsson og Guðmundur Sveinsson Kröyer séu fulltrúar nefndarinnar í starfshópi sem hafi það hlutverk að greina og forgangsraða uppbyggingu áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Lagðar eru fram umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða október 2015. Upplýsingar um verkefnin:
Selskógur fyrir alla, allt árið - hönnun og framkvæmdir.
Fardagafoss, gönguleið, öryggi og náttúruvernd.
Dyrfjöll - Stórurð byggingu þjónustuhúss fram haldið.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Gunnar Sigbjörnsson og Guðmundur Sveinsson Kröyer séu fulltrúar nefndarinnar í starfshópi sem hafi það hlutverk að greina og forgangsraða uppbyggingu áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 49. fundur - 08.06.2016

Á fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 33 þann 14.10.2016 var eftirfarandi hluti úr bókun samþykkt.

"Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir fyrirliggjandi tillögur og leggur til að sótt verði um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til eftirfarandi verkefna: Stórurð, Fardagafoss og Selskóg.
Lögð var til kynningar umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða október 2015 um verkefni Fardagafoss, Dyrfjöll og Selskóg þann 27.10.2015"
Einnig var lögð fram eftirfarandi bókun fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar nr.45 undir mál 201604049:
"Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að styrkveitingar til Fljótsdalshéraðs voru tvær:
Stórurðarverkefnið 8.000.000,- kr. og Fardagafoss göngustígur 2.600.000,- kr. Að öðru leyti er erindið lagt fram til kynningar."

Nú er lagður fram samningur frá framkvæmdarsjóði ferðamanna til kynningar um framvindu:
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, kt. 490911-1970, hér eftir nefndur styrkveitandi, og Fljótsdalshérað 481004-3220, hér eftir nefndur styrkþegi, gera með sér eftirfarandi samning um styrkveitingu.
Fjárhæð styrks, styrkurinn er að fjárhæð kr. 2.600.000,- til Fardagafoss - gönguleið, öryggi og náttúruvernd og greiðist inn á reikning sveitarfélagsins.
Verkefnið snýst um að bæta göngustíg að fossinum sem er í heild um 1,2 km en hlúa þarf að hluta hans, nánar tilgreint í meðfylgjandi samningi dags. 2.júní 2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í framlagðan samning og ber þakkir til starfsmanna Framkvæmdasjóð ferðamannnastaða. Jafnframt felur nefndin forstöðumanni þjónustumiðstöðvar úrvinnslu á verkefninu í samráði við Freyr Ævarsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar framlögðum samning um styrkveitingu upp á kr. 2.600.000 til lagfæringar á gönguleið að Fardagafossi. Jafnframt felur bæjarstjórn forstöðumanni þjónustumiðstöðvar úrvinnslu á verkefninu í samráði við verkefnisstjóra umhverfismála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 40. fundur - 26.09.2016

Fyrir liggja tillögur starfshóps um forgangsröðun uppbyggingar áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar og samþykkir fyrir sitt leyti þeirri forgangsröðun sem birtist í tillögunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 55. fundur - 28.09.2016

Lögð er fram tillaga vinnuhóps um forgangsröðun uppbyggingu áhugaverðra áfangastaða á Fljótsdalshéraði.
Nú fer að líða að því að auglýst verður eftir umsóknum um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða undir lok september.
Tillaga vinnuhóps er því lögð fram til grundvallar þeirri ákvörðun er snýr að styrktarumsókn.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar hópnum fyrir vel unnin störf.

Samþykkt er sú forgangsröðun er kemur fram í skjali vinnuhópsins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að sami háttur verði hafður við gerð umsóknar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða eins og fyrir yfirstandandi ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 05.10.2016

Fyrir liggja tillögur starfshóps um forgangsröðun uppbyggingar áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar þeirri forgangsröðun sem birtist í tillögunum og samþykkir hana fyrir sitt leyti.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (SBS).

Stefán Bogi Sveinsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 05.10.2016

Lögð er fram tillaga vinnuhóps um forgangsröðun uppbyggingu áhugaverðra áfangastaða á Fljótsdalshéraði.
Nú fer að líða að því að auglýst verður eftir umsóknum um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Tillaga vinnuhóps er því lögð fram til grundvallar þeirri ákvörðun er snýr að styrktarumsókn.
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar hópnum fyrir vel unnin störf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn þá forgangsröðun sem kemur fram í skjali vinnuhópsins.
Lagt er til að sami háttur verði hafður við gerð umsóknar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða eins og fyrir yfirstandandi ár.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (SBS).

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 57. fundur - 20.10.2016

Lögð eru fram drög að umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða október 2016, unnin af Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt FÍLA og Óðni Gunnari Óðinssyni atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa Fljótsdalshéraðs.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að sótt verði um styrk til eftirfarandi verkefna:
- Stapavík
- Ysti-Rjúkandi
- Selskógur
- Laugarvalladalur
- Útsýnisstaður í Norðurbrún Fjarðarheiðar
- Héraðssandar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 41. fundur - 24.10.2016

Fyrir liggja drög að umsóknum til Framkvæmdasjóðs ferðamanna, en umsóknarfrestur er til 25. október 2016 og bókun umhverfis og framkvæmdanefndar um sama mál sem atvinnu og menningarnefnd tekur undir. Nefndin leggur jafnframt til að send verði inn umsókn vegna Fardagafoss.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 02.11.2016

Fyrir liggja drög að umsóknum til Framkvæmdasjóðs ferðamanna, en umsóknarfrestur er til 25. október 2016. Einnig liggur fyrir bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar um sama mál, sem atvinnu og menningarnefnd tekur undir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur jafnframt til að send verði inn umsókn vegna Fardagafoss.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 02.11.2016

Lögð eru fram drög að umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða október 2016, unnin af Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt FÍLA og Óðni Gunnari Óðinssyni atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sótt verði um styrk til eftirfarandi verkefna:
- Stapavík
- Ysti-Rjúkandi
- Selskógur
- Laugarvalladalur
- Útsýnisstaður í Norðurbrún Fjarðarheiðar
- Héraðssandar

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 66. fundur - 22.03.2017

Lagt er fyrir bréf Ferðamálastofu, Ákvörðun um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða 2017, til kynningar.
Úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vorið 2017 er lokið.
Samþykkt er að veita Fljótsdalshéraði styrk að fjárhæð 2.736.000,-kr til Rjúkandi - Stígar, útsýnispallur og bílastæði, - styrkur til að lagfæra göngustíg, setja upp skilti, gera útsýnispall og áningarstað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar styrkveitingunni úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og felur starfsmanni að hefja undirbúning að framkvæmdinni.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.