Fyrir liggur erindi frá Landsnet hf. kt.580804-24109 þar sem vakin er athygli á matslýsingu vegna kerfisáætlunar 2015-2024, sem aðgengileg er á heimasíðu fyrirtækisins landsnet.is. Málinu var vísað til nefndarinnar frá Bæjarráði þann 14.09.2015.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun bæjarráðs frá 14.09.2015.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
2.Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað - undirbúningur friðlýsingar.
Erindi dagsett 15.09.2015 þar sem Minjastofnun Íslands óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna undirbúnings að tillögu að friðlýsingu Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Umfang friðlýsingar: Friðlýsingin tekur til ytra borðs skólahússins ásamt upprunalegum innréttingum í vefstofu, skrifstofu skólastjóra, anddyri og svokallaðri "Höll", sem er samkomustaður í miðju hússins. Undanþegnar friðlýsingu eru seinni tíma viðbyggingar og múrklæðning á útveggjum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að friðlýsingu Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Nefndin bendir á að í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hverfisverndaður. Sú vernd tekur til ásýndar skólahússins og næsta nágrennis.
Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 11.08.2015. Staður eftirlits er Sænautasel.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að láta kostnaðarmeta úrbætur, og kostnaðaráætlunin verði lögð fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
4.Ásgeirsstaðir aðalskipulagsbreyting og lýsing skipulagsáforma.
Fyrir liggur tillaga um breytingu á Aðalskiplagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna fyrirhugaðar ferðaþjónustu á Ásgeirsstöðum. Einnig er lögð fram Lýsing skipulagsáforma vegna deiliskipulags fyrir svæðið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu. Nefndin metur breytinguna óverulega skv. 36. gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Nefndin samþykkir framlagða skipulagslýsingu og leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði kynnt skv.40. gr. Skipulagslaga þegar aðalskipulagsbreytingin hefur tekið gildi.
Fyrir liggja fundargerðir og fleiri gögn vegna tillagna að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og uppbyggingu áfangastaða ferðamanna í sveitarfélaginu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir fyrirliggjandi tillögur og leggur til að sótt verði um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til eftirfarandi verkefna: Stórurð, Fardagafoss og Selskóg. Nefndin samþykkir að tilnefna Esther Kjartansdóttur og Guðrúnu Rögnu Einarsdóttur í vinnuhóp um áfangastaði í sveitarfélaginu.
Erindi dagsett 04.10.2015 þar sem Vilhjálmur Karl Jóhannsson kt.160957-7949 og Svanfríður Drífa Ólafsdóttir kt.071065-3919 óska eftir að lögð verði heimreið að íbúðarhúsi þeirra að Þrepi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lítur svo á að vegur að lögbnýlinu Þrepi sé Héraðsvegur, samkvæmt skilgreiningu í 3. gr. reglugerðar um héraðsvegi nr. 774/2010, og þess vegna bendir nefndin á að sækja beri um veglagningu til Vegagerðarinnar skv. 5. gr. reglugerðarinnar.