Þrep, ósk um heimreið

Málsnúmer 201510047

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 33. fundur - 14.10.2015

Erindi dagsett 04.10.2015 þar sem Vilhjálmur Karl Jóhannsson kt.160957-7949 og Svanfríður Drífa Ólafsdóttir kt.071065-3919 óska eftir að lögð verði heimreið að íbúðarhúsi þeirra að Þrepi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd lítur svo á að vegur að lögbnýlinu Þrepi sé Héraðsvegur, samkvæmt skilgreiningu í 3. gr. reglugerðar um héraðsvegi nr. 774/2010, og þess vegna bendir nefndin á að sækja beri um veglagningu til Vegagerðarinnar skv. 5. gr. reglugerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Erindi dagsett 04.10. 2015 þar sem Vilhjálmur Karl Jóhannsson kt.160957-7949 og Svanfríður Drífa Ólafsdóttir kt.071065-3919 óska eftir að lögð verði heimreið að íbúðarhúsi þeirra að Þrepi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og lítur svo á að vegur að lögbýlinu Þrepi sé Héraðsvegur, samkvæmt skilgreiningu í 3. gr. reglugerðar um héraðsvegi nr. 774/2010. Þess vegna er bréfriturum bent á að sækja beri um veglagningu til Vegagerðarinnar skv. 5. gr. reglugerðarinnar.
Bæjarstjórn mælist til þess að erindið verði rætt á fyrirhugðum vinnufundi starfsmanna sveitarfélagsins með fulltrúum Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.