Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað - undirbúningur friðlýsingar.

Málsnúmer 201509096

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 33. fundur - 14.10.2015

Erindi dagsett 15.09.2015 þar sem Minjastofnun Íslands óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna undirbúnings að tillögu að friðlýsingu Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.
Umfang friðlýsingar:
Friðlýsingin tekur til ytra borðs skólahússins ásamt upprunalegum innréttingum í vefstofu, skrifstofu skólastjóra, anddyri og svokallaðri "Höll", sem er samkomustaður í miðju hússins. Undanþegnar friðlýsingu eru seinni tíma viðbyggingar og múrklæðning á útveggjum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að friðlýsingu Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.
Nefndin bendir á að í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hverfisverndaður. Sú vernd tekur til ásýndar skólahússins og næsta nágrennis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Erindi dagsett 15.09.2015 þar sem Minjastofnun Íslands óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna undirbúnings að tillögu að friðlýsingu Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.
Umfang friðlýsingar:
Friðlýsingin tekur til ytra borðs skólahússins ásamt upprunalegum innréttingum í vefstofu, skrifstofu skólastjóra, anddyri og svokallaðri "Höll", sem er samkomustaður í miðju hússins. Undanþegnar friðlýsingu eru seinni tíma viðbyggingar og múrklæðning á útveggjum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að friðlýsingu Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.
Bent er á að í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hverfisverndaður. Sú vernd tekur til ásýndar skólahússins og næsta nágrennis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.