Eftirlitsskýrsla HAUST/Sænautasel

Málsnúmer 201508057

Atvinnu- og menningarnefnd - 22. fundur - 07.09.2015

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna Sænautasels, dagsett 11. ágúst 2015.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til við umhverfis og framkvæmdanefnd að brugðist verði við athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Fyrir liggur eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands vegna Sænautasels, dagsett 11. ágúst 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur til við umhverfis og framkvæmdanefnd að brugðist verði við athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 33. fundur - 14.10.2015

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 11.08.2015.
Staður eftirlits er Sænautasel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að láta kostnaðarmeta úrbætur, og kostnaðaráætlunin verði lögð fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 11.08. 2015.
Staður eftirlits er Sænautasel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að fela starfsmanni að láta kostnaðarmeta úrbætur, og að kostnaðaráætlunin verði lögð fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 11.08.2015.
Staður eftirlits er Sænautasel. Málið var áður á dagskrá 14.10.2015. Fyrir liggja kostnaðartölur í verkið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gert verði ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Lögð er fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 11.08. 2015.
Staður eftirlits er Sænautasel. Málið var áður á dagskrá 14.10. 2015. Fyrir liggja kostnaðartölur í verkið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir framkvæmdinni í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.