Umræða um snjómokstur og hálkuvarnir. Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar situr fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar forstöðumanni fyrir upplýsingarnar. Nefndin samþykkir að halda skuli óbreyttu þjónustustigi og leggur áherslu á að samið verði við bændur um að ryðja tilteknar heimreiðar. Forstöðumanni falið að láta uppfæra snjóhreinsunarkortin og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að halda skuli óbreyttu þjónustustigi og leggur áherslu á að samið verði við bændur um að ryðja tilteknar heimreiðar. Forstöðumanni falið að láta uppfæra snjóhreinsunarkortin og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Lögð er fram tillaga að uppfærðum snjóhreinsunarkortum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að Árhvammurinn, breyting nr. 1 á snjóhreinsunarkortinu verði rauð. Að öðru leyti samþykkir nefndin framlagða tillögu og felur starfsmanni að setja nýtt snjóhreinsunarkort á heimasíðu sveitarfélagsins þegar þessi breyting hefur verið gerð.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram tillaga að uppfærðum snjóhreinsunarkortum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að Árhvammurinn, breyting nr. 1 á snjóhreinsunarkortinu, verði rauð. Að öðru leyti samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur starfsmanni að setja nýtt snjóhreinsunarkort á heimasíðu sveitarfélagsins þegar þessi breyting hefur verið gerð.
Lagðar eru fram niðurstöður tilboða í snjómokstur og hálkuvarnarnir á Fljótsdalshéraði 2015 - 2016. Eftirfarandi aðilar buðu í verkið: Jónsmenn ehf. Sveinn Ingimarsson, Ársverk ehf., Bólholt ehf, Ylur ehf og Austurverk ehf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gengið verði til samninga við bjóðendur á grundvelli tilboða.
Lagðar eru fram niðurstöður tilboða í snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði 2015 - 2016. Eftirfarandi aðilar buðu í verkið: Jónsmenn ehf. Sveinn Ingimarsson, Ársverk ehf., Bólholt ehf, Ylur ehf og Austurverk ehf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við bjóðendur á grundvelli tilboða þeirra.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar forstöðumanni fyrir upplýsingarnar. Nefndin samþykkir að halda skuli óbreyttu þjónustustigi og leggur áherslu á að samið verði við bændur um að ryðja tilteknar heimreiðar. Forstöðumanni falið að láta uppfæra snjóhreinsunarkortin og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.