Snjómokstur og hálkuvarnir 2015

Málsnúmer 201501050

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 14. fundur - 15.01.2015

Umræða um snjómokstur og hálkuvarnir. Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar forstöðumanni fyrir upplýsingarnar. Nefndin samþykkir að halda skuli óbreyttu þjónustustigi og leggur áherslu á að samið verði við bændur um að ryðja tilteknar heimreiðar. Forstöðumanni falið að láta uppfæra snjóhreinsunarkortin og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að halda skuli óbreyttu þjónustustigi og leggur áherslu á að samið verði við bændur um að ryðja tilteknar heimreiðar. Forstöðumanni falið að láta uppfæra snjóhreinsunarkortin og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16. fundur - 11.02.2015

Lögð er fram tillaga að uppfærðum snjóhreinsunarkortum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að Árhvammurinn, breyting nr. 1 á snjóhreinsunarkortinu verði rauð. Að öðru leyti samþykkir nefndin framlagða tillögu og felur starfsmanni að setja nýtt snjóhreinsunarkort á heimasíðu sveitarfélagsins þegar þessi breyting hefur verið gerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram tillaga að uppfærðum snjóhreinsunarkortum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að Árhvammurinn, breyting nr. 1 á snjóhreinsunarkortinu, verði rauð. Að öðru leyti samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og felur starfsmanni að setja nýtt snjóhreinsunarkort á heimasíðu sveitarfélagsins þegar þessi breyting hefur verið gerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 30. fundur - 26.08.2015

Til umræðu er snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 31. fundur - 14.09.2015

Fyrir liggja útboðsgögn vegna snjóhreinsunar á Fljótsdalshéraði 2015 til 2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Fyrir liggja útboðsgögn vegna snjóhreinsunar á Fljótsdalshéraði 2015 til 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 33. fundur - 14.10.2015

Fyrir liggur fundargerð tilboðsopnunarfundar og tilboðsblað vegna snjómoksturs og hálkuvarna 2015.

Lagt fram til kynningar, en málið er að öðru leiti í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Lagðar eru fram niðurstöður tilboða í snjómokstur og hálkuvarnarnir á Fljótsdalshéraði 2015 - 2016.
Eftirfarandi aðilar buðu í verkið:
Jónsmenn ehf. Sveinn Ingimarsson, Ársverk ehf., Bólholt ehf, Ylur ehf og Austurverk ehf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gengið verði til samninga við bjóðendur á grundvelli tilboða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Lagðar eru fram niðurstöður tilboða í snjómokstur og hálkuvarnir á Fljótsdalshéraði 2015 - 2016.
Eftirfarandi aðilar buðu í verkið:
Jónsmenn ehf. Sveinn Ingimarsson, Ársverk ehf., Bólholt ehf, Ylur ehf og Austurverk ehf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gengið verði til samninga við bjóðendur á grundvelli tilboða þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.