Umhverfis- og framkvæmdanefnd

31. fundur 14. september 2015 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2016

Málsnúmer 201505058Vakta málsnúmer

Til umræðu er fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2016.

Málið í vinnslu.

2.Sorphirða á Héraði og Seyðisfirði 2015 útboðs- og verklýsing

Málsnúmer 201507057Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að útboðsgögnum og verklýsingu vegna sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði 2015.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Snjómokstur og hálkuvarnir 2015

Málsnúmer 201501050Vakta málsnúmer

Fyrir liggja útboðsgögn vegna snjóhreinsunar á Fljótsdalshéraði 2015 til 2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Gangnaboð og gangnaseðlar 2015

Málsnúmer 201508088Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gangnaboð og gangnaseðlar vegna fjallskila 2015.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða gangnaseðla og gangnaboð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 19:00.