Lögð eru fram drög að útboðs- og verklýsingu fyrir sorphirðu á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og Fljótsdalshreppi dagsett ágúst 2015. Drögin eru unnin af verkfræðistofunni Mannvit.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að boðaður verði fundur með hagsmunaaðilum, ásamt fulltrúa frá Mannvit, til að ræða drögin að útboðs- og verklýsingunni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að boðaður verði fundur með hagsmunaaðilum ásamt fulltrúa frá Mannvit, til að ræða drög að útboðs- og verklýsingu. Umhverfis- og framkvæmdafulltrúa falið að boða til fundarins.
Lögð eru fram eftirfarandi tilboð sem bárust í Sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði: Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 757.190.000,- kr. eftirtaldir buðu í verkið: Íslenska Gámafélagið 83% af kostnaðaráætlun Ylur ehf. 107% af kostnaðaráætlun Sjónarás ehf. 123% af kostnaðaráætlun. Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lögð fram eftirfarandi tilboð sem bárust í Sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði: Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 757.190.000,- kr. eftirtaldir buðu í verkið: Íslenska Gámafélagið 83% af kostnaðaráætlun Ylur ehf. 107% af kostnaðaráætlun Sjónarás ehf. 123% af kostnaðaráætlun. Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Bæjarstjóri kynnti viðauka við eldri samning um sorphirðu við Ísl. gámafélagið. Viðaukinn snýr að jarðgerð, kurlun, flutning á lífrænum úrgangi timbri og viðarkurli. Bæjarráð samþykkir viðaukann og felur bæjarstjóra að undirrita hann fh. sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að boðaður verði fundur með hagsmunaaðilum, ásamt fulltrúa frá Mannvit, til að ræða
drögin að útboðs- og verklýsingunni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.