Sorphirða á Héraði og Seyðisfirði 2015 útboðs- og verklýsing

Málsnúmer 201507057

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28. fundur - 29.07.2015

Lögð eru fram drög að útboðs- og verklýsingu fyrir sorphirðu á Fljótsdalshéraði, Seyðisfirði og Fljótsdalshreppi dagsett ágúst 2015. Drögin eru unnin af verkfræðistofunni Mannvit.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að boðaður verði fundur með hagsmunaaðilum, ásamt fulltrúa frá Mannvit, til að ræða
drögin að útboðs- og verklýsingunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 305. fundur - 10.08.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að boðaður verði fundur með hagsmunaaðilum ásamt fulltrúa frá Mannvit, til að ræða drög að útboðs- og verklýsingu. Umhverfis- og framkvæmdafulltrúa falið að boða til fundarins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 30. fundur - 26.08.2015

Lögð er fram tillaga að útboðs- og verklýsingu fyrir sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði. Tillagan er unnin af Mannvit hf.

Málinu frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 31. fundur - 14.09.2015

Fyrir liggja tillögur að útboðsgögnum og verklýsingu vegna sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði 2015.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Fyrir liggja tillögur að útboðsgögnum og verklýsingu vegna sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð gögn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Lögð eru fram eftirfarandi tilboð sem bárust í Sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði:
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 757.190.000,- kr. eftirtaldir buðu í verkið:
Íslenska Gámafélagið 83% af kostnaðaráætlun
Ylur ehf. 107% af kostnaðaráætlun
Sjónarás ehf. 123% af kostnaðaráætlun.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lögð fram eftirfarandi tilboð sem bárust í Sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði:
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 757.190.000,- kr. eftirtaldir buðu í verkið:
Íslenska Gámafélagið 83% af kostnaðaráætlun
Ylur ehf. 107% af kostnaðaráætlun
Sjónarás ehf. 123% af kostnaðaráætlun.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 36. fundur - 25.11.2015

Lögð eru fram samningsgögn vegna sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 432. fundur - 09.07.2018

Bæjarstjóri kynnti viðauka við eldri samning um sorphirðu við Ísl. gámafélagið. Viðaukinn snýr að jarðgerð, kurlun, flutning á lífrænum úrgangi timbri og viðarkurli.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og felur bæjarstjóra að undirrita hann fh. sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.