Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

432. fundur 09. júlí 2018 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, skv. samþykkt bæjarstjórnar.

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti nokkra liði úr bókhaldi sveitarfélagsins og upplýsti bæjarráðið um stöðuna.

2.861. fundargerð stjórnar sambands Ísl.sveitarfélaga

Málsnúmer 201807003

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs 2018

Málsnúmer 201806168

Lögð fram fundargerð aðalfundar Fasteignafélags Fljótsdalshéraðs, ásamt ársreikningi félagsins.

4.Sláturhúsið Menningarsetur 2018

Málsnúmer 201806169

Lögð fram fundargerð aðalfundar Sláturhúss Menningarhúss, ásamt ársreikningi félagsins.

5.Hluthafafundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf.

Málsnúmer 201806149

Lögð fram fundargerð hluthafafundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf frá 5. júlí 2018.

6.Almenningssamgöngur á Austurlandi

Málsnúmer 201606016

Lagðar fram fundargerðir hlutafafundar og stjórnarfundar SvAust.

7.Uppbygging vindorku innan Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201706031

Lagt fram erindi frá Orkusölunni varðandi nýtingu vindorku innan sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að kalla eftir afstöðu umhverfis- og framkvæmdanefndar, atvinnu- og menningarnefndar og náttúruverndarnefndar. Óskað er eftir því að nefndirnar taki málið fyrir á næsta fundi sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Boð um þátttöku í Náms- og atvinnulífsýningu Austurlands.

Málsnúmer 201807007

Lagt fram boð um þátttöku í náms- og atvinnulífssýningu sem haldin verður á Egilsstöðum 1. september og ber heitið Að heiman og heim.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Fljótsdalshéraðs í sýningunni og felur bæjarstjóra að vinna að undirbúningi málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Sorphirða á Héraði og Seyðisfirði 2015

Málsnúmer 201507057

Bæjarstjóri kynnti viðauka við eldri samning um sorphirðu við Ísl. gámafélagið. Viðaukinn snýr að jarðgerð, kurlun, flutning á lífrænum úrgangi timbri og viðarkurli.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og felur bæjarstjóra að undirrita hann fh. sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Innleiðing persónuverndarlöggjafar 2018

Málsnúmer 201805015

Bæjarstjóri kynnti drög að samningi um vinnu við innleiðingu persónuverndarlöggjafar og starfa persónuverndarfulltrúa.
Samningurinn er gerður við Fljótsdalshrepp, Borgarfjarðarhrepp, Djúpavogshrepp og Seyðisfjarðarkaupstað.

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

11.Erindi frá Bæjarstjórn varðandi aðgang að gögnum.

Málsnúmer 201807010

Bæjarstjóri fór yfir málið. Bæjarráð telur æskilegt að umbeðin gögn verði gerð aðgengileg fyrir kjörna fulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samráði við framkvæmdastjóra og stjórn HEF.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Norrænt samstarfsverkefni um betri bæi 2018

Málsnúmer 201802004

Farið yfir hugmyndir verkefnahóps um norrænt samstarfsverkefni að nýtingu lóðar og húss að Miðvangi 31, sem bæjarráði þykja áhugaverðar.
Bæjarráð óskar eftir að verkefnahópurinn útfæri nánar nýtingu húss og lóðar að Miðvangi 31, td. með uppdráttum af svæðinu og mögulegri skiptingu húsnæðis. Æskilegt væri að þessar útfærlsur liggi fyrir á fyrsta fundi bæjaráðs í ágúst.
Þegar þessar hugmyndir liggja fyrir verði þeir aðilar sem sýnt hafa áhuga á nýtingu húss og svæðis, boðaðir til fundar við verkefnahópinn og bæjarráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Aðalfundur SSA 2018

Málsnúmer 201806160

Bæjarráð kallar eftir því að framboðin innan Fljótsdalshéraði taki til umræðu málefni sem leggja á fyrir til umfjöllunar á aðalfudni SSA. Málefnin verði verði send út með fundargögnum bæjarráðs fyrir fund þess 13. ágúst. Skiladagur verði 7. ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi 1001 nótt ehf.

Málsnúmer 201807004

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki IV að Álfaási. Umsækjandi er 1001 og 1 nótt.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarráð jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarráð bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

15.Umsókn um breytingu á leyfi fyrir gistiheimili /Hótel Eiðar

Málsnúmer 201806089

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki IV að Eiðum. Umsækjandi er Hótel Eiðar/Eiðagisting.

Fyrir liggur umsögn byggingarfulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til umsagnar byggingarfulltrúa samþykkir bæjarráð að leggja til við leyfisveitanda að afgreiðslu málsins verði frestað þangað til fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

16.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - Eyjólfsstaðaskógur lóð 20 - Huldusteinn

Málsnúmer 201805069

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Eyjólfsstaðaskógi lóð 20. Umsækjandi er Viator ehf, Pétur Óskarsson.

Fyrir liggur umsögn byggingarfulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð bendir á þau atriði sem fram koma í umsögn byggingarfulltrúa sem snúa að skipulagi og húsnæði.

Eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

17.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar /Gistiheimilið Eyjólfsstöðum

Málsnúmer 201806131

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki III að Eyjólfsstöðum. Umsækjandi er Ísl. Kristskirkjan, Guðbjartur Árnason.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og gilt starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarráð jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarráð bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

18.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - Lóð 3, Eyjólfsstaðaskógur

Málsnúmer 201804105

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Eyjólfsstaðakógi lóð 3. Umsækjandi er Rúbín gisting ehf, Fjóla Orradóttir.

Fyrir liggur umsögn byggingarfulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð bendir á þau atriði sem fram koma í umsögn byggingarfulltrúa sem snúa að skipulagi og húsnæði.

Eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 10:45.