Aðalfundur SSA 2018

Málsnúmer 201806160

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 431. fundur - 02.07.2018

Lagt fram erindi frá SSA, varðandi gistingu fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfundi SSA 7. - 8. september nk.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu, að fengnum upplýsingum frá þingfulltrúum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 432. fundur - 09.07.2018

Bæjarráð kallar eftir því að framboðin innan Fljótsdalshéraði taki til umræðu málefni sem leggja á fyrir til umfjöllunar á aðalfudni SSA. Málefnin verði verði send út með fundargögnum bæjarráðs fyrir fund þess 13. ágúst. Skiladagur verði 7. ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 433. fundur - 16.07.2018

Til umræðu ályktanir vegna aðalfundar SSA 2018.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 434. fundur - 13.08.2018

Farið yfir tillögur frá bæjarfulltrúum að umræðuefnum á aðalfundi SSA á komandi hausti.
Bæjarráð samþykkir að ganga endalega frá tillögum frá Fljótsdalshéraði á næsta fundi ráðsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 435. fundur - 20.08.2018

Farið yfir málefnatillögur Fljótsdalshéraðs sem óskað er eftir að fái umfjöllun á fundinum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 439. fundur - 17.09.2018

Bæjarráð samþykkir að vísa ályktunum aðalfundar SSA til nefnda sveitarfélagsins til kynningar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 74. fundur - 24.09.2018

Fyrir liggja ályktanir aðalfundar SSA 2018 sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 17. september 2018 að leggja fyrir nefndir sveitarfélagsins til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 266. fundur - 25.09.2018

Aðalfundur SSA 2018 ályktar um nauðsyn þess að styrkja stoðþjónustu við leik- og grunnskóla.

Fræðslunefnd tekur undir þessa niðurstöðu enda er hún í samræmi við samtal nefndarmanna við skólastjórnendur. Nefndin óskar eftir að fræðslustjóri leiði vinnu við kortlagningu á þörf stofnana sveitarfélagsins fyrir úrræði í samstarfi við skólastjórnendur.

Samþykkt samhljóða.

Náttúruverndarnefnd - 11. fundur - 22.10.2018

Lagðar fram til kynningar ályktanir aðalfundar SSA sem fram fór á Hallormsstað 7. og 8. september. Eru það einkum tvær ályktanir fundarins sem snerta verksvið náttúruverndarnefndar:

Umhverfismál
Aðalfundur SSA haldinn á Hallormsstað 7. og 8. september 2018 ítrekar nauðsyn þess að aðildarsveitarfélögin hugi að sameiginlegum áherslum í umhverfismálum m.a. hvað varðar svæðisáætlun um meðferð úrgangs og friðlýsingu svæða sem til þess eru fallin.
Brýnt er að ríkisvaldið leggi til mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum, þannig að sveitarfélög sjái sér í ríkara mæli hag í því að taka að sér umsjá og rekstur slíkra svæða. Samhliða friðlýsingu er mikilvægt að vinna verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir slík svæði svo þau séu í stakk búin til að taka við auknum ferðamannastraumi og ágangi. Þá er skorað á Umhverfisstofnun að tryggja aukna landvörslu á friðlýstum svæðum á Austurlandi.

Þjóðgarðastofnun og málefni Vatnajökulsþjóðgarðs
Aðalfundur SSA haldinn á Hallormsstað 7. og 8. september 2018 leggur áherslu á mikilvægi þess að áfram verði unnið að uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við þá stefnu sem lagt var upp með í upphafi og að stjórnsýsla þjóðgarðsins verði vistuð á starfssvæði hans. Hugmyndir að nýju fyrirkomulagi varðandi skipulag yfirstjórnar allra þjóðgarða á landsvísu mega ekki tefja þessa uppbyggingu. Jafnframt tekur fundurinn undir afstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um hina nýju Þjóðgarðastofnun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúrverndarnefnd tekur undir mikilvægi þess að sveitarfélög á Austurlandi séu samstíga í áherslum sínum hvað varðar friðlýsingar náttúrusvæða. Nefndin mun leitast við að upplýsa nágrannasveitarfélög og SSA um áform á þeim sviðum og jafnframt leita til þeirra eftir upplýsingum byggðar á reynslu af sambærilegum verkefnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Félagsmálanefnd - 168. fundur - 23.10.2018

Farið yfir ályktanir SSA. Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 100. fundur - 24.10.2018

Fyrir fundi liggja ályktanir aðalfundar SSA 2018.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 445. fundur - 05.11.2018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd - 169. fundur - 10.12.2018

Félagsmálanefnd tekur undir ályktanir SSA frá aðalfundi 7. og 8. september s.l. er varða málefni félagsþjónustunnar. Umræður sköpuðust um aukinn kostnað sveitarfélaga við tilkomu nýrra laga er tóku gildi 1. október s.l. og grá svæði er hindra bestun í þjónustu við þá er þurfa félags- og heilbrigðisþjónustu. Félagsmálastjóri benti á að sérfræðiaðstoð sem veitt er af hálfu ríkisins t.d. í barnavernd í gegnum Barnaverndarstofu er dýrari fyrir félagsþjónustur úti á landi heldur en þeirra félagsþjónusta sem staðsettar eru nær Barnaverndarstofu eða á suðvesturhorninu. Sem dæmi þurfa félagsþjónustur úti á landi að greiða ferðakostnað fyrir sérfræðinga Barnahúss sem veita börnum ráðgjöf vegna upplifunar af ofbeldi og börn með óeðlilega kynferðislega hegðun sem þurfa sálfræðimeðferð í gegnum úrræði á vegum Barnaverndarstofu. Nú nýlega hefur Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs borist reikningur frá lögreglustjóraembætti vegna flutnings á barni í neyðarvistunarúrræði í Reykjavík, að upphæð 159.000,- kr. Ekki hafa fundist fordæmi fyrir slíkum reikningum í lauslegri könnun hjá öðrum félagsþjónustum og veldur það nefndinni áhyggjum að lögreglan sjái sér ekki fært að sinna samfélagsþjónustu sinni hér eftir sem hingað til án þess að félagsþjónustur þurfi að greiða fyrir. Augljóst er að slíkt fyrirkomulag eykur enn á ójafnræði félagsþjónusta úti á landi í samanburði við félagsþjónustur sem eru á suðvesturhorninu. Nefndin leggur áherslu á að þetta sé byggðarsjónarmið og vill beina því til Velferðarráðuneytis að kostnaðarþátttaka barnavernda og félagsþjónusta á landsbyggðinni verði endurskoðuð með byggðarsjónarmið og öryggi íbúa að leiðarljósi.
Félagsmálastjóra falið að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum, einn fjarverandi (GÁT).