Umhverfis- og framkvæmdanefnd

100. fundur 24. október 2018 kl. 17:00 - 20:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Kjartan Róbertsson starfsmaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála

1.Starfsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar 2019

Málsnúmer 201808175Vakta málsnúmer

Vinnu haldið áfram við starfsáætlun.

Í vinnslu.

2.Umsókn um lóð, Ártún 10 - 16

Málsnúmer 201810124Vakta málsnúmer

Umsókn frá Nova invest um lóð, Ártún 10 - 16

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Ártún 10-16 verði úthlutað skv. fyrirliggjandi umsókn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um byggingarlóð / Klettasel 7

Málsnúmer 201809002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 03.09.2018, þar sem Brynjar Már Eðvaldssson sækir um lóðina Klettasel 7, Egilsstöðum.

Málið var áður á dagskrá þann 12.9. sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að endalóð við Klettasel verði úthlutað samkvæmt fyrirliggjandi umsókn. Samhliða verði núverandi úthlutun afturkölluð og gerð breyting á deiliskipulagi Selbrekku þar sem tekið er tillit til óska umsækjenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Spennistöð, Dalseli 2

Málsnúmer 201810041Vakta málsnúmer

Erindi frá byggingaraðila og kaupendum vegna spennistöðvar við Dalsel.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera breytingu á deiliskipulagi Selbrekku að höfðu samráði við Vegagerðina og Rarik þar sem tekið er tillit til framkominna athugasemda eigenda Dalsels 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Eyvindará - Ósk um not á landspildu í landi Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201810116Vakta málsnúmer

Erindi frá eigendum Hótel Eyvindarár ehf. þar sem óskað er eftir því að leigja eða kaupa land í eigu sveitafélagsins undir fráveitumannvirki.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við eigendur Hótel Eyvindarár ehf. um land til leigu undir fráveitumannvirki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

Málsnúmer 201802076Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram tillögur að svörum og áframhaldandi málsmeðferð deiliskipulagstillögu.

Lagt fram til kynningar.

7.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu vinnu við deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða.

Í vinnslu.

8.Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

Málsnúmer 201806085Vakta málsnúmer

Fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur erindi frá LOGG landfræði og ráðgjöf slf. fyrir hönd Jökulsdals slf. þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í breytingar á aðalskipulagi í samræmi við erindi LOGG landfræði og ráðgjöf slf. og jafnframt verði samþykkt að heimila landeigendum gerð deiliskipulags.

Málið var áður á dagskrá þann 27.6.sl.

Frestað.

9.Deiliskipulag Stuðlagil - Grund

Málsnúmer 201810120Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Stuðlagil-Grund.

Frestað.

10.Staða aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 Eyjólfsstaðir

Málsnúmer 201810123Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir að fara yfir stöðu skipulags í tengslum við deilskipulagsáform á svæðinu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem lóðir 1-5 í frístundabyggð F53 Eyjólfsstaðaskógur, Skógræktarfélag Austurlands verði skilgreindar í blandaðri landnotkun, annars vegar frístundabyggð og hins vegar þjónustu, sem heimili sölu gistingar á umræddum lóðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Breyting á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðskógi á Völlum

Málsnúmer 201802140Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggur breyting á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi á Völlum.

Mál var áður á dagskrá þann 28. febrúar sl.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingartillögu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Skógræktarfélags Austurlands og leggur til að hún verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem nær til sama svæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagning rafstengs frá Selás 8 að Fagradalsbraut 13

Málsnúmer 201809122Vakta málsnúmer

Erindi frá Rarik vegna lagningar rafstrengs frá Selási 8 til Fagradalsbrautar 13 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi.

Lagt fram til kynningar.

13.Umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2018

Málsnúmer 201809014Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir stöðu mála varðandi umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
Umsókn í vinnslu.

14.Mannvirki á miðhálendinu, skýrsla Skipulagsstofnunnar

Málsnúmer 201810071Vakta málsnúmer

Skýrsla Skipulagsstofnunar og þjóðskrár lögð fram til kynningar.

15.Aðalskipulag Fljótsdalshrepps 2014 - 2030

Málsnúmer 201810016Vakta málsnúmer

Breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshrepps 2014 - 2030, tillaga til kynningar á vinnslustigi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur ekki athugasemdir við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Upplýsingar um framkvæmdir, hitaveitulögn frá Barra að Vök.

Málsnúmer 201810119Vakta málsnúmer

Upplýsingar um lagnaleið frá Barra að Vök.

Lagt fram til kynningar.

17.Aðalfundur SSA 2018

Málsnúmer 201806160Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggja ályktanir aðalfundar SSA 2018.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:30.