Fyrir fundi liggur breyting á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi á Völlum.
Mál var áður á dagskrá þann 28. febrúar sl.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingartillögu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Skógræktarfélags Austurlands og leggur til að hún verði auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem nær til sama svæðis.
Málinu frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að óska eftir frekar gögnum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.