Deiliskipulag Stuðlagil - Grund

Málsnúmer 201810120

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 100. fundur - 24.10.2018

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Stuðlagil-Grund.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 105. fundur - 23.01.2019

Til umfjöllunar er tillaga að deiliskipulagi Grund - Stuðlagil.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún fái meðferð í samræmi við 41 gr. laga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 110. fundur - 10.04.2019

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Stuðlagil-Grund.

Lagt fram til kynningar. Engar athugasemdir bárust við fyrirliggjandi tillögu en beðið er staðfestingar á breytingu á aðalskipulagi.

Náttúruverndarnefnd - 14. fundur - 13.08.2019

Fyrir náttúruverndarnefnd liggur að veita umögn um tillögu að deiliskipulagi, Grund - Stuðlagil.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Náttúruverndarnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að allar framkvæmdir á grundvelli fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu falli sem best að landslagi og miði að því að tryggja skynsamlega stýringu á umferð ferðafólks um svæðið. Nefndin telur æskilegt að í skipulaginu verði gerð grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu stiga og útsýnispalla eða að unnið verði að staðsetningu þeirra í nánu samstarfi við yfirvöld náttúruverndarmála hjá ríki og sveitarfélagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 116. fundur - 15.08.2019

Að gefnu áliti Skipulagsstofnunar er tillaga að deiliskipulagi tekin aftur til umfjöllunar. Skipulagsstofnun leggur til að tillaga verði auglýst að nýju.

Máli frestað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 117. fundur - 28.08.2019

Að gefnu áliti Skipulagsstofnunar er tillaga að deiliskipulagi tekin aftur til umfjöllunar. Skipulagsstofnun leggur til að tillaga verð auglýst að nýju

Í vinnslu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 118. fundur - 11.09.2019

Að gefnu áliti Skipulagsstofnunar er tillaga að deiliskipulagi tekin aftur til umfjöllunar. Skipulagsstofnun leggur til að tillaga verð auglýst að nýju.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna til auglýsingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 124. fundur - 11.12.2019

Deiliskipulag Stuðlagil - Grund. Tekið til umræðu að lokinni auglýsingu.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Stuðlagil - Grund hefur verið í kynningu og lauk henni þann 9. desember sl. Að lokinni kynningu liggja fyrir umsagnir og athugasemdir sem kalla á yfirferð umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu athugasemda.

Í vinnslu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 125. fundur - 22.01.2020

Deiliskipulag Grundar á Efri Jökuldal. Farið yfir svör við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma.

Umhverfis- og framkvæmdnefnd fór yfir þau svör sem bárust 20. janúar sl. Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggignarfulltrúa taka saman svör við þeim athugasemdum sem bárust og fara yfir deiliskipulagstillögu í samræmi við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar.

Mál í vinnslu.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 126. fundur - 12.02.2020

Deiliskipulag Grundar á Efri Jökuldal. Skipulags- og byggignarfulltrúa kynnir tillögu að svörum við innsendum athugasemdum.

Skipulagsfulltrúi fór yfir svör við athugasemdum og þær breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulagstillögu að lokinni auglýsingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að skipulagsráðgjafi bregðist við athugasemdum sem koma fram í minnisblaði starfsmanns varðandi málið. Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að boða til aukafundar um leið og ný gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 127. fundur - 26.02.2020

Deiliskipulag Grundar á Efri Jökuldal. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnir tillögu að svörum við innsendum athugasemdum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir svör við athugasemdum og leggur til að bæjarstjórn geri þau að sínum. Jafnframt er lagt til að bæjarstórn samþykki deiliskipulagið og það fái málsmeðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 122/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 132. fundur - 13.05.2020

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur fengið erindi frá Skipulagsstofnun þar sem farið er yfir þau gögn sem borist hafa vegna skipulags Grundar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á tillögu eftir auglýsingu, ekki er talið að um grunndavallarbreytingar sé að ræða.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur því til við bæjarstjórn að hún samþykki breytingar eins og kemur fram í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóð með nafnakalli.