Umhverfis- og framkvæmdanefnd

118. fundur 11. september 2019 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Ásta Friðbertsdóttir varamaður
  • Svanhvít Antonsdóttir Michelsen starfsmaður
  • Kjartan Róbertsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Svanhvít Antonsdóttir Michelsen Ritari skipulags- og byggingarfulltrúa

1.Fjárhagsáætlun Umhverfis- og framkvæmdanefndar 2020

Málsnúmer 201908059

Framhald á vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

Í vinnslu.

2.Hjaltalundur, ástand þaks

Málsnúmer 201904115

Erindi frá Hollvinasamtökum Hjaltalundar vegna ástands á mannvirki.

Frestað til næsta fundar að ósk Hollvinasamtaka Hjaltalundar.

3.Fundur með Hollvinasamtökum Hjaltalundar.

Málsnúmer 201907050

Bæjarráð óskar eftir því að Umhverfis- og framkvæmdanefnd taki samtal við forsvarsmenn Hollvinasamtaka um þá möguleika sem liggja fyrir varðandi endurbætur á Hjaltalundi og framtíðarnýtingu hússins tengda Út-Héraðsverkefninu.

Frestað til næsta fundar að ósk Hollvinasamtaka Hjaltalundar

4.Varmadælulausn í Brúarásskóla

Málsnúmer 201805116

Til umfjöllunar er samantekt á varmadælulausnum fyrir Brúarás.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að leitað verði tilboða um jarðborun og varmadælulausn sem gengur út á vatn í vatn við Brúarásskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Samþykkt um hundahald í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201904008

Lögð eru fram til staðfestingar drög að samþykkt um hundahald í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Málsnúmer 201904009

Lögð eru fram til staðfestingar drög að samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal

Málsnúmer 201806085

Til umfjöllunar er breyting á aðalskipulagi fyrir hluta Grundar á Efra Jökuldal.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir efnislega tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 til 2028, Ferðaþjónusta að Grund, Jökuldal, og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna til auglýsingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulag Stuðlagil - Grund

Málsnúmer 201810120

Að gefnu áliti Skipulagsstofnunar er tillaga að deiliskipulagi tekin aftur til umfjöllunar. Skipulagsstofnun leggur til að tillaga verð auglýst að nýju.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna til auglýsingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135

Farið yfir stöðu á vinnu við breytingu á deiliskipulagi miðbæjar.

Í vinnslu.

10.Deiliskipulag Valgerðarstöðum

Málsnúmer 201908064

Til umfjöllunar er deiliskipulag Valgerðarstaða.

Í vinnslu.

11.Ósk um afstöðu til reisingar vindmylla við Lagarfossvirkjun

Málsnúmer 201906113

Tillaga að deiliskipulagi vegna vindorku við Lagarfossvirkjun.

Í vinnslu.

12.Vetrarþjónusta 2019 - 2020

Málsnúmer 201908165

Farið yfir vinnu vegna vetrarþjónustu.

Frestað.

13.Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar á Flúðum

Málsnúmer 201906130

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á lögbýlinu Flúðum á Fljótsdalshéraði.

Frestað.

14.Umsókn um stækkun lóðar Tjarnarás 2

Málsnúmer 201908159

Erindi frá svæðisstjóra Eimskips með ósk um stækkun lóðar á athafnasvæði fyrirtækisins að Tjarnarás 2.

Í vinnslu.

15.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá úr landi Fremri - Galtastaður

Málsnúmer 201907046

Erindi frá Ríkiseign þar sem óskað er eftir stækkun og breytingu á nafni lóðarinnar Fremri- Galtastaðir 1.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða beiðnina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Götuljós við Borgarfjarðarveg, um Eiða

Málsnúmer 201908166

Fyrirspurn um götulýsingu á Borgarfjarðarvegi, um Eiða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið og mótmælir því harðlega að lýsing við Borgarfjarðarveg við Eiða hafi verið tekin niður með tilliti til umferðaröryggis á svæðinu. Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Lagnir vegna nýbyggingar Hallbjarnarstöðum

Málsnúmer 201909014

Rarik sækir um Lagnaleið frá spennastöð við Arnhólsstaði yfir í lóðina Hallbjarnastaði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:30.