Ósk um afstöðu til reisingar vindmylla við Lagarfossvirkjun

Málsnúmer 201906113

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 474. fundur - 24.06.2019

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 115. fundur - 26.06.2019

Ósk Orkusölunnar ehf. um afstöðu Bæjarstjórnar til reisingar vindmylla við Lagarfossvirkjun, ákvörðun um gerð deiliskipulags og stöðu aðalskipulags.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd er fylgjandi nýtingu vindorku í sveitarfélaginu en telur nauðsynlegt að skilgreina í komandi endurskoðun aðalskipulags þau svæði sem heimilt verði að nýta til orkuöflunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 117. fundur - 28.08.2019

Tillaga að deiliskipulagi vegna vindorku við Lagarfossvirkjun.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 118. fundur - 11.09.2019

Tillaga að deiliskipulagi vegna vindorku við Lagarfossvirkjun.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 120. fundur - 09.10.2019

Skipulagslýsing fyrir breytingu deiliskipulags á iðnaðarsvæði Lagarfossvirkjunar (I3). Lýsingin er unnin í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að Náttúrustofa Austurlands fái skipulagslýsinguna til umsagnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái umfjöllun í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 127. fundur - 26.02.2020

Tillaga að deiliskipulagi vegna vindorku við Lagarfossvirkjun var í kynningu frá 28 nóvember til 4. janúar sl.

Frestað.



Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 128. fundur - 11.03.2020

Tillaga að deiliskipulagi vegna vindorku við Lagarfossvirkjun var í kynningu frá 28. nóvember til 4. janúar sl. Athugasemdir / ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun og landeigendum Kóreksstaðagerðis.

Athugasemdir Skipulagsstofnunnar eru í anda bókunar umhverfis- og framkvæmdanefndar á fundi nr. 115 þann 26. júní 2019. Umhverfis- og framkvæmdanefnd er fylgjandi nýtingu vindorku í sveitarfélaginu en telur nauðsynlegt að skilgreina þurfi þau svæði sem heimilt verði að nýta til vindorkuöflunar við gerð nýs aðalskipulags í sameinuðu sveitarfélagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 520. fundur - 06.07.2020

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að fulltrúar Orkusölunnar komi inn á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir málið. Erindið er áfram í vinnslu.