Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

474. fundur 24. júní 2019 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Björn Ingimarsson og Anna Alexandersdóttir voru í símasambandi við fundinn frá Reykjavík.

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála samkvæmt umboði bæjarstjórnar.

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd bókhaldi og fjármálum sveitarfélagsins. Meðal annars fór hann yfir endurskoðun sína á útreikningi innri leigu á húsnæði sveitarfélagsins, með tilliti til afskrifta á eldra húsnæði, fjármagnsliða og fl.
Breytingar verða í viðkomandi málaflokkum sem þessu nemur, en hafa þó ekki áhrif á heildar rekstrarniðurstöðu.
Einnig fór hann yfir fund með fulltrúum lánasjóðs sveitarfélaga sem litu við hér á skrifstofunni á ferð sinni um landið og funduðu með bæjarstjóra og fjármálastjóra.

2.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 81

Málsnúmer 1906001F

Lagt fram.
  • 2.1 201906018 Skapandi sumarstörf
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Bæjarráð þakkar ungmennaráði fyrir góðan fund og gott starf sl. tvö ár. Fráfarandi ungmennaráð hefur lagt á sig mikla og góða vinnu við að móta störf ráðsins og efla það á allan hátt.
    Bæjarráð hvetur ungmenni í sveitarfélaginu til að gefa kost á sér til starfa í nýju ungmennaráði sem kosið verður í á komandi hausti.
  • Bókun fundar Bæjarráð samþykkir að vísa erindum úr úrbótagöngu til verkefnastjóra umhverfismála til yfirferðar og fela honum að leggja málin fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd eftir því sem við á.

  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggja upplýsingar frá Þingfundi ungmenna sem fram fór 16. og 17. júní. Rafael Rökkvi Freysson var fulltrúi ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs á fundinum en að auki voru Elísabeth Anna Gunnarsdóttir og Dagný Erla Gunnarsdóttir fulltrúar Fljótsdalshéraðs á þinginu.
    Bæjarráð fagnar þátttöku ungmenna frá Fljótsdalshéraði í þinginu.
  • Bókun fundar Bæjarráð felur verkefnastjóra íþrótta, tómstunda og forvarna að kynna starfsemi ráðsins í samræmi við það sem fram kemur í bókun ungmennaráðs.

3.Aðalfundur Vísindagarðsins 2019

Málsnúmer 201906057

Lagt fram til kynningar.

4.Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands 2019

Málsnúmer 201906109

Lagt fram til kynningar.

5.Ósk um afstöðu til reisingar vindmylla við Lagarfossvirkjun

Málsnúmer 201906113

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

6.Boð á fund: Fjarheilbrigðisþjónusta í dreifbýli - reynsla Svía og Íslendinga

Málsnúmer 201906116

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur boðað til fundar um fjarheilbrigðisþjónustu í dreifbýli og reynslu Svía og Íslendinga af henni. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík miðvikudaginn 26. júní og stendur frá kl. 14:00 til 16:30.
Bæjarráð áformar að fylgst verið með streymi frá fundinum í fundarsal bæjarstjórnar og að kjörnum fulltrúum verið gefinn kostur á að sitja fundinn þar.

7.Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

Málsnúmer 201906117

Lagt fram til kynningar, en málið verður einnig tekið fyrir í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

8.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806082

Farið yfir athugasemdir sem fram komu í fyrri vinnu við endurskoðun samþykktanna. Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra, skrifstofu- og starfsmannastjóra og forseta bæjarstjórnar að taka saman endanleg drög að breyttum samþykktum, í samræmi við umræður á fundinum, og leggja þau fyrir fund bæjarráðs 8. júlí.

Fundi slitið - kl. 10:00.