Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að breyta Fylgiskjali I með Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs, í kaflanum Aðrar nefndir og stjórnir sveitarfélagsins, hvað varðar ungmennaráð og hljóði texti samþykktarinnar þá þannig: Ungmennaráð. Tíu fulltrúar og tíu til vara skipaðir af grunn- og framhaldsskólum innan sveitarfélagsins, ásamt fulltrúum frá félagasamtökum eins og tilgreint er í samþykktum ungmennaráðs. Ungmennaráð gerir tillögur til fastanefnda og bæjarstjórnar um málefni ungmenna. Ungmennaráð er skipað til tveggja ára í senn, annað hvert haust þegar ártal stendur á oddatölu.
Samþykkt samhljóða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Í samræmi við nýsamþykktar breytingar á samþykktum ungmennaráðs staðfestir bæjarstjórn að fyrst verður kosið til ungmennaráðs samkvæmt nýjum samþykktum haustið 2019. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að sitjandi ungmennaráð heldur umboði sínu til þess sama tíma.
Samþykkt samhljóða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn beinir því til bæjarráðs að skipa starfshóp sem fari yfir Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins og samþykktir einstakra nefnda. Tillögur að breytingum skulu liggja fyrir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Bæjarráð samþykkir að taka að sér vinnu við endurskoðun á samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins. Tillögum verði skilað í byrjun september 2018.
Rætt um vinnufund bæjarráðs vegna vinnu við endurskoðun samþykktanna. Samþykkt að boða til vinnufundar þriðjudaginn 10. júlí kl. 8:00 í litla fundarsalnum að Lyngási 12.
Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti vinnu við endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins og lagði fram tillögu.
Fulltrúar í bæjarráði hafa að undanförnu farið yfir samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs, samþykktir einstakra nefnda, launakjör kjörinna fulltrúa og fleiri þætti sem tengjast framangreindu. Meðal þess sem skoðað hefur verið eru launakjör áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að áheyrnarfulltrúar framboðslista í atvinnu- og menningarnefnd, fræðslunefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd, sem skipaðir eru á grundvelli sveitarstjórnarlaga, fái greidd laun fyrir setinn fund sem nemur 75% af þóknun aðalfulltrúa í viðkomandi nefnd. Áheyrnarfulltrúar í öðrum nefndum fái ekki greidda þóknun.
Bæjarráð samþykkir að hittast á vinnufundi vegna endurskoðunar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs, fyrir fund bæjarstjórnar nk. miðvikudag kl. 15:00.
Björn kynnti svar Guðjóns Bragasonar hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga, varðandi fyrirspurn um málfrelsi bæjarstóra á fundum bæjarstjórnar og ákvæði í núverandi samþykktum Fljótsdalshéraðs þar um. Stefnt að því að taka næstu umfjöllun um samþykktirnar á fundi bæjarráðs 24. júní.
Farið yfir athugasemdir sem fram komu í fyrri vinnu við endurskoðun samþykktanna. Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra, skrifstofu- og starfsmannastjóra og forseta bæjarstjórnar að taka saman endanleg drög að breyttum samþykktum, í samræmi við umræður á fundinum, og leggja þau fyrir fund bæjarráðs 8. júlí.
Til máls tóku: Björg Björnsdóttir, sem ræddi endurskoðaða samþykkt og bar fram tvær fyrirspurnir. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi þóknun til áheyrnarfulltrúa og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi endurskoðun samþykktanna og vinnu bæjarráðs við það verkefni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir hér við fyrri umræðu fyrirliggjandi endurskoðaða Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir hér við síðari umræðu endurskoðaða Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og felur bæjarstjóra að láta birta hana eins og lög og reglur mæla fyrir um.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarráði að semja drög að reglum um opna fundi fastanefnda sveitarfélagsins. Einnig er bæjarráði falið að vinna að endurskoðun samþykkta fyrir einstaka fastanefndir í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið á samþykktum um stjórn og fundarsköp.
Bæjarráð samþykkir að fela Stefáni Boga Sveinssyni að kanna hjá Sambandinu, hvort til er fyrirmynd að reglum um opna fundi fastanefnda sveitarfélaga. Málið að öðru leyti í vinnslu.
Stefán Bogi fór yfir fund sem hann og bæjarstjóri áttu í samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu varðandi breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og athugasemdir sem ráðuneytið gerði við þær. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að gera þær breytingar á áður afgreiddri samþykkt sem fram hefur komið að þurfi að gera og leggja fyrir fund bæjarráðs. Einnig að gera drög að reglum um opna fundi nefnda sveitarfélagsins á grunni þeirra fordæma sem til eru.
Stefán Bogi fór yfir málið. Búið var að senda endurskoðaða samþykkt Fljótsdalshéraðs til staðfestingar í ráðuneytinu, en staðfesting hefur ekki farið fram. Vegna niðurstöðu úr sameiningarkosningum í haust leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að ósk um staðfestingu ráðherra á nýrri samþykkt verði afturkölluð. Jafnframt að gögnum úr vinnu við endurskoðun samþykktarinnar verði vísað til undirbúningsstjórnar í tengslum við gerð samþykktar fyrir nýtt sveitarfélag.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að breyta Fylgiskjali I með Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs, í kaflanum Aðrar nefndir og stjórnir sveitarfélagsins, hvað varðar ungmennaráð og hljóði texti samþykktarinnar þá þannig:
Ungmennaráð. Tíu fulltrúar og tíu til vara skipaðir af grunn- og framhaldsskólum innan sveitarfélagsins, ásamt fulltrúum frá félagasamtökum eins og tilgreint er í samþykktum ungmennaráðs. Ungmennaráð gerir tillögur til fastanefnda og bæjarstjórnar um málefni ungmenna. Ungmennaráð er skipað til tveggja ára í senn, annað hvert haust þegar ártal stendur á oddatölu.
Samþykkt samhljóða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við nýsamþykktar breytingar á samþykktum ungmennaráðs staðfestir bæjarstjórn að fyrst verður kosið til ungmennaráðs samkvæmt nýjum samþykktum haustið 2019. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að sitjandi ungmennaráð heldur umboði sínu til þess sama tíma.
Samþykkt samhljóða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn beinir því til bæjarráðs að skipa starfshóp sem fari yfir Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins og samþykktir einstakra nefnda. Tillögur að breytingum skulu liggja fyrir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
Samþykkt samhljóða.