Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

484. fundur 07. október 2019 kl. 08:15 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Gunnar Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins fyrir bæjarráði.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

Málsnúmer 201905074Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.Fundargerð 874. fundar stjórnar sambandsins Íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201910014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands 2019

Málsnúmer 201906109Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð 268. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201910018Vakta málsnúmer

Gunnar Jónsson fór yfir málefni HEF og umfjöllun síðasta fundar um nokkur mál sem þar voru til umræðu.

6.Undirbúningur vegna ályktana á haustþingi SSA 2019.

Málsnúmer 201909002Vakta málsnúmer

Tillögum nefnda sveitarfélagsins vísað til SSA til umfjöllunar á haustþingi.


7.Myndavélaeftirlit

Málsnúmer 201809059Vakta málsnúmer

Farið yfir eldra erindi um málið og þær upplýsingar sem komið hafa fram um kostnað og framkvæmd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð þakkar fram komnar upplýsingar frá lögreglunni á Austurlandi hvað varðar hugmyndir um myndavélaeftirlit í sveitarfélaginu.
Bæjarráð lítur svo á að um löggæsluverkefni sé að ræða, en löggæsla er á hendi ríkisins. Því er sveitarfélagið ekki reiðubúið til að leggja í kostnað vegna verkefna á borð við þetta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Frístund 2019-2020

Málsnúmer 201909022Vakta málsnúmer

Með vísan til óska starfshópsins samþykkir bæjarráð að lengja starfstíma hans til loka nóvember.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

9.Af rekstrarframlagi til náttúrustofa

Málsnúmer 201910012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Krístínu Ágústsdóttur fh. Náttúrustofu Austurlands, þar sem fram kemur að boðuð er lækkun á framlagi ríkisins til rekstrar Náttúrustofunnar fyrir árið 2020.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna hvaða ástæður liggja að baki þeirri ráðstöfun.

10.Styrkbeiðni til starfa vetrarins

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Ungt Austurland, þar sem óskað er eftir styrk frá Fljótsdalshéraði á árinu 2020 til að standa undir kostnaði við starfsemi samtakanna, svo sem vegna náms- og starfssýningarinnar Að heiman og heim.
Bæjarráð óskar eftir að fá fulltrúa samtakanna inn á fund bæjarráðs til að fylgja betur eftir beiðni félagsins.

11.Tré lífsins, minningargarðar

Málsnúmer 201909152Vakta málsnúmer

Erindi frá Tré lífsins, er varðar opnun minningargarða fyrir ösku látinna einstaklinga.
Bæjarráð setur sig ekki upp á móti slíkum garði, en bendir bréfritara á að setja sig í samband við skógræktendur innan sveitarfélagsins til að kanna áhuga á slíku samstarfi.

12.Bréf frá leikskólastjórnendum á Austurlandi

Málsnúmer 201910016Vakta málsnúmer

Farið yfir erindi frá leikskólastjórnendum á Austurlandi varðandi fjölda menntaðra leikskólakennara sem starfa hjá leikskólum í fjórðungnum.
Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir hvernig mönnun er háttað í leikskólum sveitarfélagsins með tilliti til menntunar starfsmanna.
Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir það sem þar kemur fram um að starfsemi leikskóla er hverju sveitarfélagi afar mikilvæg.
Erindið verður jafnframt tekið fyrir hjá fræðslunefnd sveitarfélagsins og síðan í bæjarstjórn.

13.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806082Vakta málsnúmer

Stefán Bogi fór yfir fund sem hann og bæjarstjóri áttu í samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu varðandi breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs og athugasemdir sem ráðuneytið gerði við þær.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að gera þær breytingar á áður afgreiddri samþykkt sem fram hefur komið að þurfi að gera og leggja fyrir fund bæjarráðs.
Einnig að gera drög að reglum um opna fundi nefnda sveitarfélagsins á grunni þeirra fordæma sem til eru.

14.Samráðsgátt. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011

Málsnúmer 201910011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.

Málsnúmer 201909138Vakta málsnúmer

Bæjarráð lýsir yfir fullum stuðningi við frumvarpið og hvetur Alþingi til þess að samþykkja það sem fyrst, þannig að gildistaka þess verði 1. janúar 2020 eins og lagt er upp með.

16.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101.

Málsnúmer 201909139Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.