Bréf frá leikskólastjórnendum á Austurlandi

Málsnúmer 201910016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 484. fundur - 07.10.2019

Farið yfir erindi frá leikskólastjórnendum á Austurlandi varðandi fjölda menntaðra leikskólakennara sem starfa hjá leikskólum í fjórðungnum.
Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir hvernig mönnun er háttað í leikskólum sveitarfélagsins með tilliti til menntunar starfsmanna.
Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir það sem þar kemur fram um að starfsemi leikskóla er hverju sveitarfélagi afar mikilvæg.
Erindið verður jafnframt tekið fyrir hjá fræðslunefnd sveitarfélagsins og síðan í bæjarstjórn.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 283. fundur - 10.12.2019

Fræðslunefnd vísar erindinu til afgreiðslu í undirbúningsnefnd vegna sameiningar sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðar eystra, Seyðisfjarðar og Djúpavogshrepps. Lögð er áhersla á að fram fari greining á þeim þáttum sem vakin er athylgi á í erindinu í þeim stofnunum sem um ræðir á því svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.