Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þorvaldur Hjarðar og Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir, tóku þátt í fundinum undir liðum 1-2. Anna Birna Einarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla, sat einnig fundinn undir þeim liðum.
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Kolbjörg Benediktsdóttir tóku þátt í fundinum undir liðum 3-8.
Fræðslunefnd vísar því til Eignasjóðs að skoðað verði af fullri alvöru að finna leið til að bæta aðstöðu í búningsklefum í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum sem allra fyrst. Brýnt er að skoða allar leiðir til að fjölga sturtum auk þess sem rými í búningsaðstöðu verði aukið.
Helstu niðurstöður Íslands á PISA 2018 reifaðar. Ákveðið að taka niðurstöðurnar til frekari skoðunar á fundi í nefndinni þegar ítarlegri niðurstöður fyrir landshlutann/sveitarfélagið liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
3.Sameiginlegt erindi frá foreldraráðum Hádegishöfða og Tjarnarskógar
Lagt fram erindi frá foreldraráðum leikskólanna Tjarnarskógar og Hádegishöfða þar sem hvatt er til að í sameinuðu sveitarfélagi verði ráðinn leikskólafulltrúi til starfa. Fræðslunefnd vísar erindinu til afgreiðslu í undirbúningsnefnd vegna sameiningar sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðar eystri, Seyðisfjarðar og Djúpavogshrepps.
Fræðslunefnd vísar erindinu til afgreiðslu í undirbúningsnefnd vegna sameiningar sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðar eystra, Seyðisfjarðar og Djúpavogshrepps. Lögð er áhersla á að fram fari greining á þeim þáttum sem vakin er athylgi á í erindinu í þeim stofnunum sem um ræðir á því svæði.
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Kolbjörg Benediktsdóttir tóku þátt í fundinum undir liðum 3-8.