Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

283. fundur 10. desember 2019 kl. 16:00 - 18:20 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Björg Björnsdóttir aðalmaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
  • Garðar Valur Hallfreðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þorvaldur Hjarðar og Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir, tóku þátt í fundinum undir liðum 1-2. Anna Birna Einarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla, sat einnig fundinn undir þeim liðum.

Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Kolbjörg Benediktsdóttir tóku þátt í fundinum undir liðum 3-8.

1.Aðstaða í búningsklefum í íþróttamiðstöð

Málsnúmer 201912026

Fræðslunefnd vísar því til Eignasjóðs að skoðað verði af fullri alvöru að finna leið til að bæta aðstöðu í búningsklefum í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum sem allra fyrst. Brýnt er að skoða allar leiðir til að fjölga sturtum auk þess sem rými í búningsaðstöðu verði aukið.

Fræðslustjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.PISA 2018

Málsnúmer 201912030

Helstu niðurstöður Íslands á PISA 2018 reifaðar. Ákveðið að taka niðurstöðurnar til frekari skoðunar á fundi í nefndinni þegar ítarlegri niðurstöður fyrir landshlutann/sveitarfélagið liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Sameiginlegt erindi frá foreldraráðum Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201912031

Lagt fram erindi frá foreldraráðum leikskólanna Tjarnarskógar og Hádegishöfða þar sem hvatt er til að í sameinuðu sveitarfélagi verði ráðinn leikskólafulltrúi til starfa. Fræðslunefnd vísar erindinu til afgreiðslu í undirbúningsnefnd vegna sameiningar sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðar eystri, Seyðisfjarðar og Djúpavogshrepps.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfsáætlun Tjarnarskógar 2019-2020

Málsnúmer 201912033

Lagt fram til kynningar.

5.Starfsáætlun Hádegishöfða 2019-2020

Málsnúmer 201912032

Lagt fram til kynningar.

6.Erindi frá foreldraráði Hádegishöfða - talmeinaþjónusta

Málsnúmer 201912028

Fræðslustjóra falið að svara erindinu og taka málið upp við starfandi talmeinafræðing í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Erindi frá foreldraráði Hádegishöfða - viðhald húsnæðis og leiktækja

Málsnúmer 201912029

Fræðslustjóra falið að fara yfir erindið með yfirmanni Eignasjóðs í samræmi við umræðu á fundinum og svara erindi foreldraráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Bréf frá leikskólastjórnendum á Austurlandi

Málsnúmer 201910016

Fræðslunefnd vísar erindinu til afgreiðslu í undirbúningsnefnd vegna sameiningar sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðar eystra, Seyðisfjarðar og Djúpavogshrepps. Lögð er áhersla á að fram fari greining á þeim þáttum sem vakin er athylgi á í erindinu í þeim stofnunum sem um ræðir á því svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:20.