Styrkbeiðni til starfa vetrarins

Málsnúmer 201909134

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 484. fundur - 07.10.2019

Lagt fram erindi frá Ungt Austurland, þar sem óskað er eftir styrk frá Fljótsdalshéraði á árinu 2020 til að standa undir kostnaði við starfsemi samtakanna, svo sem vegna náms- og starfssýningarinnar Að heiman og heim.
Bæjarráð óskar eftir að fá fulltrúa samtakanna inn á fund bæjarráðs til að fylgja betur eftir beiðni félagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 491. fundur - 25.11.2019

Farið yfir fund sem fulltrúar Ungs Austurlands áttu með bæjarfulltrúum fyrir síðasta bæjarstjórnarfund og umræður þar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og skrifstofustjóra að setja upp drög að samstarfssamningi milli sveitarfélagsins og Ungt Austurland, sem lagður verði fyrir fund bæjarráðs til afgreiðslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 493. fundur - 09.12.2019

Bæjarráð fór yfir samningsdrögin og gerði á þeim smávægilegar viðbætur, sem óskað er eftir að færðar verði inn í samninginn.
Samningsdrögin verða lögð að nýju fyrir á næsta bæjarráðsfundi og þá komi einnig fram af hvaða kostnaðarlið fjármunir vegna hans verði teknir.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 494. fundur - 16.12.2019

Lögð fram drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Ungs Austurlands, þar sem samið er um að sveitarfélagið styrki Ungt Austurland árið 2020 um kr. 360.000 gegn aðkomu félagsins að nokkrum tilgreindum verkefnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir samninginn og verður kostnaður vegna hans færður á lið 21.50.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.