Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

493. fundur 09. desember 2019 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Gunnar Jónsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Stefán Bogi Sveinsson tók þátt í fundinum í gegn um síma, en Gunnar Jónsson stýrði fundi.
Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 4. desember 2019.

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur atriði varðandi fjármál og rekstur sveitarfélagsins, svo sem innheimtu staðgreiðslu og annarra skatttekna, rekstur ársins og fl.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna að því að loka tveimur félögum í eigu sveitarfélagsins, þ.e. R.I.2014 og Sláturhúsinu ehf. fyrir lok ársins 2019.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri minnti bæjarráðsmenn á bæjarstjórnarbekkinn sem haldinn verður á Valgerðarstöðum nk. laugardag, frá kl. 11:00 til kl. 16:00.

2.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 30

Málsnúmer 1912003F

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu stjórnar endurmenntunarsjóðs.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 96

Málsnúmer 1911016F

Lagt fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi úthlutunarreglur og fleiri gögn er varða Avinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs og að auglýst verði eftir styrkjum úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs með umsóknarfresti til 31. janúar 2020.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um gerð tillagna og áætlunar um framkvæmd þess að gera Úthérað að áfangastað ferðamanna. Verkefni þetta er unnið samhliða og í framhaldi af vinnu við verkefni byggðaáætlunar, C9 um tækifæri og áhrif friðlýstra svæða á nærsvæði þeirra.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi samningsdrög og að samningsupphæðin verði tekin af lið 1305.
    Bæjarstjóra jafnframt veitt heimild til að ganga frá og undirrita samning varðandi verkefnið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur frá undirbúningshópi um Jólaköttinn 2019 (markað), dagsettur 27.11. 2019, með beiðni um styrk vegna leigu á tjaldi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð að verkefnið verði styrkt um kr. 300.000 sem takist af lið 1389.
    Jafnframt ósar bæjarráð eftir viðræðum við aðstandendur jólakattarins um áframhaldandi samstarfa um jólamarkaðinn.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tillaga frá Benedikt Warén, þar sem lagt er til að fundað verði með forsvarsmönnum flugfélagsins Ernis um flugsamgöngur við Austurland.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarráð tekur undir hugmyndir atvinnu og menningarnefndar um að í framhaldi af fundi fulltrúa sveitarfélagsins með Air Iceland Connect í haust, verði fulltrúum Flugfélagsins Ernis boðið á fund með fulltrúum sveitarfélagsins á nýju ári, um möguleika og tækifæri til að nýta Egilsstaðaflugvöll.

4.Fundargerð 876. fundar stjórnar sambandsins Íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201912019

Varðandi 11. lið í fundargerðinni, tekur bæjarráð undir ósk Borgarbyggðar um skipan starfshóps sem hafi það verkefni að skilgreina gróðurelda sem náttúruvá.
Bæjarráð hvetur Samband ísl. sveitarfélaga og Fjármálaráðuneytið til að vinna að framgangi málsins.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.4. fundargerð stjórnar Brunavarna á héraði 2019

Málsnúmer 201912022

Lagt fram til kynningar.

6.Beiðni um yfirlýsingu/meðmæli sveitarstjórnar vegna kaupa á bújörð

Málsnúmer 201912005

Fyrir fundinum liggja drög að yfirlýsingu vegna fyrirhugaðra kaupa ábúanda á Rauðholti á jörðinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fullnaðarafgreiðsluumboðs mála sem bæjarstjórn veitti bæjarráði á fundi sínum 4. des. sl, samþykkir bæjarráð að veita jákvæða yfirlýsingu varðandi möguleg kaup ábúanda á jörðinni Rauðholti.
Bæjarstjóra falið að ganga frá endanlegri yfirlýsingu á grundvelli framlagðra draga.

7.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087

Stefán Bogi Sveinsson kynnti drög að erindisbréfi fyrir byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ og voru þau lesin yfir og rædd frekar.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og felur bæjarstjóra að kynna það á fyrsta fundi byggingarnefndarinnar. Jafnframt er bæjarstjóra falið, í samráði við formann nefndarinnar, að boða hana til fyrsta fundar.

8.Styrkbeiðni til starfa vetrarins

Málsnúmer 201909134

Bæjarráð fór yfir samningsdrögin og gerði á þeim smávægilegar viðbætur, sem óskað er eftir að færðar verði inn í samninginn.
Samningsdrögin verða lögð að nýju fyrir á næsta bæjarráðsfundi og þá komi einnig fram af hvaða kostnaðarlið fjármunir vegna hans verði teknir.

9.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.

Málsnúmer 201912017

Lagt fram til kynningar.

10.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

Málsnúmer 201911040

Bæjarráð samþykkir að leggja fyrir drög að umsögn á næsta fundi bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 11:00.