Atvinnu- og menningarnefnd - 96
Málsnúmer 1911016F
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi úthlutunarreglur og fleiri gögn er varða Avinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs og að auglýst verði eftir styrkjum úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs með umsóknarfresti til 31. janúar 2020.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um gerð tillagna og áætlunar um framkvæmd þess að gera Úthérað að áfangastað ferðamanna. Verkefni þetta er unnið samhliða og í framhaldi af vinnu við verkefni byggðaáætlunar, C9 um tækifæri og áhrif friðlýstra svæða á nærsvæði þeirra.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi samningsdrög og að samningsupphæðin verði tekin af lið 1305.
Bæjarstjóra jafnframt veitt heimild til að ganga frá og undirrita samning varðandi verkefnið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tölvupóstur frá undirbúningshópi um Jólaköttinn 2019 (markað), dagsettur 27.11. 2019, með beiðni um styrk vegna leigu á tjaldi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarráð að verkefnið verði styrkt um kr. 300.000 sem takist af lið 1389.
Jafnframt ósar bæjarráð eftir viðræðum við aðstandendur jólakattarins um áframhaldandi samstarfa um jólamarkaðinn.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tillaga frá Benedikt Warén, þar sem lagt er til að fundað verði með forsvarsmönnum flugfélagsins Ernis um flugsamgöngur við Austurland.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir hugmyndir atvinnu og menningarnefndar um að í framhaldi af fundi fulltrúa sveitarfélagsins með Air Iceland Connect í haust, verði fulltrúum Flugfélagsins Ernis boðið á fund með fulltrúum sveitarfélagsins á nýju ári, um möguleika og tækifæri til að nýta Egilsstaðaflugvöll.