Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

Málsnúmer 201911040

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 490. fundur - 18.11.2019

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umsagnar og mun síðan taka það fyrir aftur á fundi bæjarráðs 2. des.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 123. fundur - 27.11.2019

Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarráð sendi inn umsögn við frumvarp til laga um þjóðlendur þar sem mörg ákvæði þeirra séu óljós og gangi inn á starfsvið sveitarfélaga ásamt því að skerða eignarétt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 493. fundur - 09.12.2019

Bæjarráð samþykkir að leggja fyrir drög að umsögn á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 494. fundur - 16.12.2019

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs tekur almennt undir þær áherslur er fram koma í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um umrædd frumvarpsdrög en þó einkum hvað varðar nýtingu náma og annarra jarðefna sem og athugasemdir varðandi möguleg áhrif á skipulag haf- og strandsvæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.