Til máls tóku: Steinar Ingi Þorsteinsson sem ræddi skipan byggingarnefndarinnar og kynnti bókun frá L-listanum. Anna Alexandersdóttir sem ræddi skipan byggingarnefndarinnar og lagði fram bókun frá B- og D-lista. Björg Björnsdóttir, sem ræddi skipan nefndarinnar og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi skipan nefndarinnar.
Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 4.júní sl. var lagt til að ný bæjarstjórn skipaði byggingarnefnd vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða. Fræðslunefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd hafa nú tilnefnt sína fulltrúa.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að eftirtaldir aðilar skipi byggingarnefndina: Fulltrúi fræðslunefndar verði Berglind Harpa Svavarsdóttir, fulltrúi umhverfis- og framkvæmdanefndar verði Benedikt Hlíðar Stefánsson og fulltrúi leikskólans Hádegishöfða verði Guðmunda Vala Jónasdóttir leikskólastjóri. Starfsmenn nefndarinnar verði Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri og Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs. Fræðslustjóra er falið að kalla nefndina saman sem fyrst.
Samþykkt með 6 atkv. en 3 sátu hjá (SIÞ, KS og BB)
L listinn lagði fram eftirfarandi bókun varðandi 10. lið eða skipun á byggingarnefnd leikskólans við Hádeigshöfða:
L listinn telur að ekki sé rétt að henni staðið þar sem ekkert samráð var haft við minnihlutan við skipun nefndarinnar og L listi eigi rétt á fulltrúa í þá nefnd.
Bókun frá B- og D-lista. Fulltrúar B- og D-lista benda á að skipan byggingarnefndarinnar er samkvæmt fyrri samþykkt bæjarstjórnar og einnig samkvæmt ákvörðunum viðkomandi nefnda um tilnefningu sinna fulltrúa. Á öllum þeim stigum tóku fulltrúar L-lista þátt í afgreiðslu málsins og því er þar með hafnað að ekkert samráð hafi verið haft um skipan nefndarinnar.
Farið yfir upplýsingar frá byggingarnefndinni og ýmis vinnugögn sem hafa verið til skoðunar. Bæjarráð leggur áherslu á að unnið verði áfram að uppbyggingu leikskóla í Fellabæ, og samþykkir að skoðaðir verði fleiri kostir en viðbygging við Hádegishöfða. Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að fá aðila að verkefnastjórn vegna byggingarframkvæmda. Á næsta fundi mun bæjarráð skipa fulltrúa í nýja byggingarnefnd, þar sem verður fulltrúi frá hverju framboði, auk áheyrnarfulltrúa frá foreldararáði og starfsfólki leikskólans Hádegishöfða.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Berglindi H. Svavarsdóttur, Sigurð Ragnarsson, Benedikt Hlíðar Stefánsson og Aðalsteinn Ásmundarson í byggingarnefndina. Jafnframt samþykkir bæjarráð að foreldraráði annars vegar og starfsfólki leikskólans Hádegishöfða hins vegar, verði gefinn kostur á að tilnefna áheyrnarfulltrúa í nefndina. Jafnframt var bæjarstjóra falið að ganga frá samningi við Þórhall Pálsson um verkefnastjórnun. Verkefnastjóra falið að kalla nefndina saman til fyrsta fundar.
Lögð voru fram til kynningar í bæjarráði vinnugögn úr starfi byggingarnefndar. Endanleg niðurstaða úr vinnu nefndarinnar mun verða kynnt að henni lokinni sem áformað er að verði um miðjan október.
Fyrir liggur niðurstaða byggingarnefndar leikskólans Hádegishöfða um staðarval fyrir nýjan leikskóla í Fellabæ. Nefndin mælir með valkosti B sem er svæði í eigu sveitarfélagsins á milli Fellaskóla og íþróttahússins í Fellabæ. Bæjarráð samþykkir að hefja undirbúning að byggingu nýs leikskóla á svæðinu og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Björn fór yfir stöðu mála. Samþykkt að stefna að því að skipa byggingarnefnd leikskólans Hádegishöfða á næsta fundi bæjarráðs. Nefndin verði skipuð 5 fulltrúum, einum frá hverju framboði og einum fulltrúa tilnefndum af foreldraráði. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram að öðru leyti.
Stefán Bogi Sveinsson kynnti drög að erindisbréfi fyrir byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ og voru þau lesin yfir og rædd frekar.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi og felur bæjarstjóra að kynna það á fyrsta fundi byggingarnefndarinnar. Jafnframt er bæjarstjóra falið, í samráði við formann nefndarinnar, að boða hana til fyrsta fundar.
Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður undirbúningsnefndar fyrir leikskólabyggingu í Fellabæ mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir vinnu og hugmyndir sem ræddar hafa verið og upplýsti fundarmenn um stöðuna. Bæjarráð beinir því til byggingarnefndar að leikskóli sá sem byggður verður hýsi þrjár deildir og ekki sé ástæða til að gera ráð fyrir stækkun byggingarinnar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstóra að undirrita samning um hönnun nýs leikskóla í Fellabæ, sem gerður er á grundvelli tilboða sem gerð voru í verkið og Ríkiskaup sáu um.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Með vísan til bréfs kærunefndar útboðsmála, dags. 27.04.2020, þar sem fram kemur að ákvörðun Ríkiskaupa f.h. Fljótsdalshéraðs í örútboði 21142 hafi verið kærð af Arkþing/Nordic ehf., óskar Fljótsdalshérað eftir því að Ríkiskaup taki til varnar í málinu fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fyrir liggur ósk frá hönnuðum nýs leikskóla í Fellabæ um stækkun lóðar leikskólans.
Stækkunin er innan marka landnotkunarreits í aðalskipulagi. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún heimili stækkun á lóð fyrir nýjan leikskóla í samræmi við gögn málsins.
Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 4.júní sl. var lagt til að ný bæjarstjórn skipaði byggingarnefnd vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða. Fræðslunefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd hafa nú tilnefnt sína fulltrúa.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að eftirtaldir aðilar skipi byggingarnefndina: Fulltrúi fræðslunefndar verði Berglind Harpa Svavarsdóttir, fulltrúi umhverfis- og framkvæmdanefndar verði Benedikt Hlíðar Stefánsson og fulltrúi leikskólans Hádegishöfða verði Guðmunda Vala Jónasdóttir leikskólastjóri. Starfsmenn nefndarinnar verði Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri og Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs.
Fræðslustjóra er falið að kalla nefndina saman sem fyrst.
Samþykkt með 6 atkv. en 3 sátu hjá (SIÞ, KS og BB)
L listinn lagði fram eftirfarandi bókun varðandi 10. lið eða skipun á byggingarnefnd leikskólans við Hádeigshöfða:
L listinn telur að ekki sé rétt að henni staðið þar sem ekkert samráð var haft við minnihlutan við skipun nefndarinnar og L listi eigi rétt á fulltrúa í þá nefnd.
Bókun frá B- og D-lista.
Fulltrúar B- og D-lista benda á að skipan byggingarnefndarinnar er samkvæmt fyrri samþykkt bæjarstjórnar og einnig samkvæmt ákvörðunum viðkomandi nefnda um tilnefningu sinna fulltrúa. Á öllum þeim stigum tóku fulltrúar L-lista þátt í afgreiðslu málsins og því er þar með hafnað að ekkert samráð hafi verið haft um skipan nefndarinnar.