Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

510. fundur 20. apríl 2020 kl. 08:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson bæjarstjóri

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins fyrstu mánuði ársins.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 202004129

Guðlaugur fór yfir fyrirliggjandi tillögu að viðauka við samþykkta fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2020, sem er viðbragðsáætlun til að mæta breyttum forsendum í rekstri sveitarfélagsins.
Að lokinni skoðun á ýmsum forsendum og tillögum var Guðlaugi falið að ganga frá tillögu sem lögð verður fyrir sérstakan aukafund bæjarstjórnar sem haldinn verður 24. apríl.
Jafnframt er fjármálastjóra falið að leggja inn lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 260 milljónir.

3.Yfirlit yfir viðauka 2 2020, Djúpavogshreppur

Málsnúmer 202004130

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun Djúpavogshrepp fyrir árið 2020.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddur viðauki verði samþykktur.

4.Fundargerðir stjórnar HEF - 2020

Málsnúmer 202001052

Lagt fram til kynningar.

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202002017

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu almannavarnarnefndar frá fundi hennar 8. apríl, um greiðslur sveitarfélaganna til nefndarinnar, til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

6.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf

Málsnúmer 202003096

Björn og Guðlaugur fóru yfir tillögur og hugmyndir að viðbótaverkefnum á vegum sveitarfélagsins, sem hugsuð eru sem viðspyrna vegna aukins atvinnuleysis í kjölfar Covid 19 faraldursins.
Bæjarráð samþykkir þessar tillögur fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 201709008

Björn fór yfir drög að erindi til Fjarskiptasjóðs, sem hann og Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF tóku saman. Einnig var farið yfir verkefnið og stöðu þess og framgang undanfarin ár.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að vinna málið áfram í samvinnu við framkvæmdastjóra HEF.
Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi bæjarráðs.

8.Egilsstaðaflugvöllur - Ástand og uppbygging

Málsnúmer 202004128

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma á umbeðnum fundi með fulltrúum sveitarfélagsins og Öryggisnefnd FÍA.

9.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstóra að undirrita samning um hönnun nýs leikskóla í Fellabæ, sem gerður er á grundvelli tilboða sem gerð voru í verkið og Ríkiskaup sáu um.

10.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202003063

Lögð fram til kynningar tilkynning frá Lánasjóði sveitarfélaga um frestun aðalfundar Lánasjóðsins um óákveðinn tíma.

11.Stjórn Vísindagarðsins ehf, fundargerðir 2020

Málsnúmer 202002074

Björn kynnti framlagt aðalfundarboð Vísindagarðsins, en fundurinn er boðaður 29. apríl næstkomandi. Einnig fundargerð stjórnar frá 15. apríl og ársreikning 2019.
Bæjarráð samþykkir að veita Birni Ingimarssyni umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

Fundi slitið.