Björn fór yfir fundi almannavarnarnefndar undanfarið, en þar hefur undirbúningur undir mögulega komu Kórónavírusins til Íslands verið aðal umfjöllunarefnið. Vinnan hefur verið leidd af starfsmönnum HSA og lögreglustjóra og er næsti fundur nefndarinnar áformaður síðar í dag. Lagt fram til kynningar að öðru leyti.
Björn fór yfir helstu verkefni varðandi viðbrögð við Kórónaveirunni, bæði á vegum almannavarna og einnig sveitarfélagsins. Einnig farið yfir ýmsar leiðir til að reyna að lágmarka smit milli einstaklinga, bæði varðandi starfsmenn, kjörna fulltrúa og íbúa sveitarfélagsins almennt.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.
Hér vék Stefán Bogi af fundi en Gunnhildur Ingvarsdóttir tók sæti hans.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu almannavarnarnefndar frá fundi hennar 8. apríl, um greiðslur sveitarfélaganna til nefndarinnar, til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
Björn upplýsti bæjarráð um það helsta sem rætt var á fundi almannavarnarnefndar og stöðuna í umdæmi nefndarinnar. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar að öðru leyti.